Erum með sterkara lið en áður
�?að lá vel á Einari Jónssyni, þjálfara ÍBV þegar blaðamaður hringdi í hann nú skömmu fyrir hádegi. “Nú á allt að vera klárt fyrir þennan stórleik. Mínir leikmenn eru klárir í slaginn og ég er spenntur að sjá hvað nýi leikmaðurinn okkar gerir. Hún hefur verið að sýna góða takta á æfingum en mér sýnist að hún sé góður spilari. Við erum líka á okkar heimavelli og erum sterkust þar. �?g vona líka að áhorfendur fylki sér á bak við okkur og ég held að einkennisorð stuðningsmannahóps íslenska landsliðsins eigi ágætlega við, í Blíðu og Stríðu. Ef við fáum góðan stuðning þá kvíði ég engu en þetta verður hörkuleikur og við stefnum í Höllina,” sagði Einar
Alfreð
Alfreð Finnsson, fyrrum þjálfari ÍBV og núverandi þjálfari Gróttu er að koma með lið sitt til Eyja í annað sinn en Gróttuliðið var um það bil að leggja af stað til �?orlákshafnar en liðið mun koma með Herjólfi í dag. “Gróttuliðið hefur yfirleitt komið með Herjólfi þegar við spilum í Eyjum og breytum því ekkert núna,” sagði Alfreð
Hvernig leggst leikurinn annars í þig?
“Hann leggst bara vel í mig en ég á frekar von á því að þetta verði jafn og spennandi leikur, ekki ósvipaður og síðast þegar liðin mættust. �?g á allavega ekki von á því að annað liðið rúlli hinu upp, það kæmi mér verulega á óvart,” sagði Alfreð en aðspurður sagði hann einn leikmann hafa meiðs í síðasta leik. “�?að er unga, örvhenta skyttan okkar en hún verður ekki með í kvöld.”
ÍBV hefur gengið í gegnum mannabreytingar á undanförnum dögum en Alfreð segir það geta bæði verið gott og slæmt. “Fyrir mig gæti það verið gott þar sem það er alltaf vont að fá leikmenn svona stuttu fyrir leik. Hins vegar var greinilega einhver óánægja með leikmann sem fór þannig að nýi leikmaðurinn gæti virkað sem vítamínsprauta á ÍBV. �?að er líka óþægilegt fyrir mig að mæta leikmanni sem ég hef aldrei séð áður,” sagði Alfreð sem sagðist að sjálfsögðu stefna á sigur í kvöld.
Eins og greint er frá hér að ofan kemur Gróttuliðið með Herjólfi og sömuleiðis dómarapar leiksins þannig að leikurinn mun örugglega fara fram.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst