Þann 13. janúar sl. voru opnuð tilboð í vallarhús við endunýjun Hásteinsvallar, segir í fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs Þar segir ennfremur að þrjú tilboð hafi borist í verkið.
Brynjar Ólafsson framkvæmdastjóri kynnti á fundinum niðurstöður tilboða. Þau voru sem hér segir: Steini og Olli ehf. bauð 57.911.150,-, SA smíðar ehf. buðu kr. 73.714.900,- og tilboð LGI Verk ehf. og Þaklist ehf. hljóðaði uppá kr. 60.918.005,-. Ráðið samþykkti að taka tilboði lægstbjóðanda og fól framkvæmdastjóra að ganga til samninga við þá.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst