ÍBV og Grótta eigast við í kvöld í fjórða leik liðanna um laust sæti í úrslitaeinvíginu. ÍBV leiðir einvígið 2:1 og getur því komist í úrslitaleikinn með sigri, takist Gróttu að vinna verður oddaleikur á Seltjarnarnesi á laugardaginn.
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:00 en búist er við mikilli mætingu. Barist verður um hvert sæti og mælum við með því að fólk mæti tímanlega. Síðast þegar liðin áttust við í Eyjum hafði ÍBV eins marks sigur. �?á fékk Anna �?rsúla Guðmundsdóttir, sterki varnarmaður Gróttu, að líta rauða spjaldið eftir rétt rúmar tvær mínútur.
Stelpurnar hafa aldrei þurft jafn mikið á stuðninga að halda eins og í kvöld, það yrði ótrúlegt ef ÍBV myndi slá Gróttu úr keppni. Grótta hefur verið yfirburðarbesta liðið á tímabilinu og varð til að mynda Íslandsmeistari.
�?að virðist þó vera svo að ÍBV hafi tak á liðinu, í siðstu fjórum leikjum (3 á Seltjarnarnesi) hefur ÍBV sigrað í þrígang og Grótta einungis einu sinni. Gróttuliðið er gríðarlega sterkt þegar það dettur í gang en það gerðist í fyrsta leik liðanna þar sem að Grótta vann með ellefu mörkum.