Úrslitakeppni Olísdeildar kvenna heldur áfram í kvöld. Klukkan 19.40 mætast ÍR og ÍBV í Skógarseli.
ÍBV sigraði fyrsta leikinn örugglega, 30-20 og leiða því einvígið. Með sigri í kvöld slá þær ÍR út, en ef ÍR sigrar þarf oddaleik í Eyjum. Leikurinn verður í beinni á Sjónvarpi Símans.
Ísfélagið og Herjólfur ætla að bjóða upp á fría rútuferð og Herjólfsferð á leikinn. Farið verður með 14:30 ferðinni og er skráning og nánari upplýsingar hér.
Leikir dagsins:
mán. 15. apr. 24 | 18:00 | 1 | TM Höllin | Stjarnan – Haukar | ||||
mán. 15. apr. 24 | 19:40 | 1 | Skógarsel | ÍR – ÍBV |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst