Elleftu umferð Olísdeildar kvenna lýkur í dag, með tveimur leikjum. ÍBV tekur á móti Stjörnunni og er leikið í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Liðin eru jöfn að stigum, hafa bæði fengið 6 stig úr 10 leikjum. Í fyrri leik liðanna fór ÍBV með sigur af hólmi 22-25. Það má því búast við hörkuleik í Eyjum í dag.
Leikurinn hefst kl. 13:30 og er sýndur í beinni útsendingu á Handboltapassanum. Einnig er hægt að kaupa miða á leikinn í Stubbur appinu – fjölmennum völlinn og styðjum okkar lið til sigurs!
Leikir dagsins:
lau. 11. jan. 25 | 13:30 | 11 | Skógarsel | APÁ/JEL | ÍR – Selfoss | – | ||
lau. 11. jan. 25 | 13:30 | 11 | Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja | ÓIS/ÓÖJ | ÍBV – Stjarnan | – |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst