Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna taka á móti ÍA í dag á Hásteinsvelli. Leikurinn hefst klukkan 17:15 og býður Landsbankinn Eyjamönnum á völlinn.
Skagakonur hafa ekki riðið feitum hesti í deildinni hingað til en þær eru með eitt stig eftir fyrstu fjóra leikina.
Við hvetjum alla til að mæta á völlinn og styðja stelpurnar til sigurs.