Stelpurnar taka á móti Selfossi
25. janúar, 2014
Kvennalið ÍBV tekur á móti Selfossi í dag í Olísdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 13:30 en ÍBV er í fimmta sæti deildarinnar með 18 stig á meðan Selfoss er ellefta og næst neðsta sæti með 7 stig. Eyjakonur voru reyndar í talsverðum vandræðum með Selfossliðið þegar þau áttust við á Selfossi fyrr í vetur. Selfyssingar voru yfir stóran hluta leiks, voru 17:16 yfir í hálfleik en á síðustu tíu mínútunum náði ÍBV að snúa leiknum sér í hag og vinna 24:29.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst