ÍBV og Valur mættust í gær í 8-liða úrslitum Powerade bikarsins í handbolta. Valsstúlkur byrjuðu leikinn betur og leiddu í leikhléi 14-8. Gestirnir héldu forystunni og uppskar sigur 24-20 og er komið í undanúrslit bikarkeppninnar sjöunda árið í röð.
Birna Berg Haraldsdóttir var lang atkvæðamest hjá ÍBV en hún var með níu mörk auk þess að eiga sex stoðsendingar í leiknum. Þess má geta að liðin mætast aftur í Eyjum um helgina, þá í deildinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst