Í dag klukkan 14.30 verður heimaleikur hjá kvennaliði ÍBV en þetta er fyrsti heimaleikur Eyjastúlkna í nokkuð langan tíma. Leikið verður gegn Víkingum en ÍBV er í þriðja sæti í 2. deild á meðan Víkingar eru í því fimmta. Það má því búast við hörkuleik þessara fornu stórvelda í kvennahandboltanum.