Stephen Nielsen í ÍBV
15. júní, 2015
ÍBV hefur samið við danska markvörðinn, Stephen Nielsen til tveggja ára en hann lék með Valsmönnum á síðasta tímabili. Nielsen sem er þrítugur, kom fyrst til landsins fyrir þremur árum og spilaði þá tvö tímabil með Fram áður en hann gekk til liðs við Valsmenn. ÍBV er að styrkja sig gríðarlega mikið með komu Nielsen en hann lék mjög vel með Valsmönnum í deildarkeppninni á síðustu leiktíð og var einn besti markvörður í Olís-deild karla.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst