Kæru Eyjamenn!
Sævar Helgi Bragason og nýi Stjörnusjónaukinn okkar í SFV – StjörnufræðiFélagi Vestmannaeyja eru á leið til Eyja.
Kynningarfundur verður haldinn í sal Framhaldsskólans í kvöld 13. desember kl. 20:00.
Við höfum fjárfest í frábærum, lítið notuðum stjörnusjónauka, fyrr á árinu. Kostar nýr í kringum 1 milljón en Hótel Rangá gerði vel við okkur og fengum við hann á góðu verði.
Auk þess styrkti Ísfélagið okkur við kaupin.
SFV hefur samið við FÍV um að veita okkur tímabundna aðstöðu fyrir sjónaukann, í risi Framhaldsskólans. �?ar eru þakgluggar sem vísa í suður.
Sævar Helgi mun nota ferðina og hitta grunnskólanemendur í Eyjum auk þess að kynna frábæra nýja bók: “Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna” Hann verður í Eymundsson milli 16:30 og 18:00 í dag, þriðjudag, en við fáum væntanlega einnig innsýn í bókina á fundi okkar um kvöldið.
Svo skemmtilega vill til að á þriðjudagskvöld-nótt, eru Geminítar á ferð, en það er stærsta loftsteinadrífa ársins. �?ví eru miklar líkur á að við sjáum stjörnuhröp (allt að 100 á klst), ef veður leyfir.