Stjörnuleikur 2025 stóð fyllilega undir nafni og bauð upp á skemmtun eins og stjörnuleikir eiga að gera. Liðin skipuðust okkar besta fólki og því var leikurinn afar jafn og spennandi frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.
Þrátt fyrir mikla baráttu, nokkur gul spjöld og eitt rautt, ríkti íþróttamannsleg stemning á vellinum. Leiknum lauk með jafntefli, sem endurspeglaði vel hversu jöfn liðin voru. Markvarslan var á heimsmælikvarða hjá báðum liðum og átti stóran þátt í því að hvorugu liðinu tókst að knýja fram sigur.
Fyrir leikinn sjálfan lét jólasveinninn sjá sig, með poka fullan af góðgæti sem hann deildi út til allra góðu barnanna. Þetta vakti mikla lukku og jók enn á hátíðlega stemningu dagsins.
Áhorfendastúkan var þétt setin og fylgdist fólk grannt með leiknum í mikilli spennu. Stuðningur áhorfenda var til fyrirmyndar og greinilegt að stjörnuleikurinn á sér sterkan sess hjá bæjarbúum.
Lokaniðurstaðan var einföld og falleg: Allir unnu – og allir fengu bikarinn. Dagurinn var sannkölluð hátíð fyrir íþróttina, samveruna og gleðina. Ljósmyndari Eyjafrétta smellti fullt af myndum á leiknum sem sjá má hér að neðan.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst