Á félagsfundi Lögreglufélags Vestmannaeyja á þriðjudaginn var samþykkt ályktun þar sem mótmælt er harðlega þeim skipulagsbreytingum sem boðaðar hafa verið hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, en samkvæmt þeim þá munu einungis átta lögreglumenn vera starfandi í Vestmannaeyjum, þar af sex sem ganga vaktir.