Nú rétt í þessu lauk spurningaþætti RÚV, Útsvari en þar öttu kappi Vestmannaeyjar og Reykjavík. Eftir ansi jafna keppni þar sem Reykvíkingar höfðu frumkvæðið lengst af, höfðu Reykvíkingar betur 77:90. Þó er ekki öll nótt úti enn því Vestmannaeyjar er sem stendur þriðja stigahæsta tapliðið en fjögur stigahæstu tapliðin fara áfram.