Stöðugur straumur ferðamanna til Vestmannaeyja?
9. janúar, 2019
Laufey Guðmundsdóttir og Dagný Jóhannsdóttir hjá Markaðsstofu Suðurlands.

Áfangastaðaáætlun Suðurlands var kynnt fyrir ferðaþjónustuaðilum og fulltrúm bæjarins í byrjun desember. Laufey Guðmundsdóttir verkefnastjóri og Dagný Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri hjá markaðstofu suðurlands kynntu áætlunina.

Áfangastaðaáætlun er heildstæð áætlunargerð sem tekur á öllum þeim þáttum sem koma að upplifun ferðamannsins, það er fyrirtækjum, umhverfi, íbúum og náttúru. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu; sem styrkir efnahag samfélaga, bætir lífsgæði íbúa og dregur úr mögulegum neikvæðum áhrifum fá ferðaþjónustu. Unnið var áfram með Þrískiptingu Suðurlands sem sett var fram í Markaðsgreiningu Suðurlands 2016 þ.e. Vestursvæði, Katla jarðvangur og Vestmannaeyjar og Ríki Vatnajökuls. Víðtækt samráð var haft við hagsmunaaðila við vinnslu á áætluninni og um 200 manns komu að vinnunni á einn eða annan hátt og áttu Eyjamenn sína fulltrúa þar.

Í skýrslunni komu fram áherslur sem hægt er að vinna með eins og til dæmis að tryggja þarf góðar og öruggar samgöngur á landi, sjó og í lofti. Skilgreina þarf Herjólf sem hluta af Þjóðvegi 1 og tengja þannig Vestmannaeyjar enn betur við meginlandið. Vinna þarf í að bæta ímynd ferðaþjónustunnar. Íbúar finna fyrir jákvæðum áhrifum af ferðaþjónustu þegar þjónusta eykst á svæðinu. Setja þarf fram virka stýringu á helstu ferðamannastöðum, hvort sem það er með skipulagi á staðnum eða með aðgangsstýringum, til dæmis með dreifingu gesta yfir daginn eða lokanir/takmarkanir vegna ágangs. Mikilvægt er að ferðaþjónustan skapi efnahagsleg verðmæti en þróist á sama tíma í sátt við samfélag og náttúru. Í þessu samhengi er nauðsynlegt að auka gæði ferðaþjónustunnar og efla rannsóknir er varða þolmörk náttúru, samfélaga og ferðamanna. Fræðsla og upplýsingagjöf í ferðaþjónustu er grunnur að gæðum og jákvæðri upplifun ferðamanna, þar koma öflugar upplýsingamiðstöðvar sterkar inn. Samræma þarf merkingar og leiðbeiningar á skiltum og auka við fræðslu og efla menntun í ferðaþjónustunni.

Ábyrg ferðahegðun: Rætt var um nauðsyn þess að auka ábyrga hegðun ferðamanna og leiðir sem myndu hvetja til þess. Skilgreina þarf aðgengi hvers svæðis/ferðamannastaðar með tilliti til náttúru og minjaverndar þannig að aðgengi að náttúrunni sé aldrei á kostnað hennar heldur sé hugað að sjálfbærni og upplifun. Huga þarf vel að öryggismálum á ferðamannastöðum og reyna þannig eftir fremsta megni að koma í veg fyrir slys á fólki.

Beinir þættir sem komu fram í vinnunni í tengslum við Vestmannaeyjar:

  • Tryggja betri samgöngur á milli Landeyjarhafnar og Eyja
  • Skilgreina Herjólf sem hluti af þjóðvegi 1
  • Uppbygging þjónustumiðstöðvar vegna Herjólfs við þjóðveginn.
  • Tengja betur saman svæði Kötlu jarðvangs og Vestmannaeyja
  • Byggja upp göngustíga til að auka aðgengi að náttúrinni og til þess að koma í veg fyrir ágang og álag.
  • Góðar merkingar og fræðsluskilti
  • Gæta þarf að samfélagslegum og umhverfislegum þolmörkum

Ferðamálasamtök Vestmannaeyja sendu inn níu staði/ferðamannaleiðir til að vinna með í forgangsröðun. Hver staður var metinn og reiknað út frá þeim forsendum hvað væri brýnast að huga að.

  1. Norðurhluti nýjahraunsins
  • Gönguleið frá útsýnispalli við Flakkarann og austur að Urðarvita.
  • Er erfið yfirferða á köflum og liggur um Gjábakkafjöru og Viðlagafjöru
  • Bæta þarf aðgengi, stígurinn/slóðinn er gamall og illfær
  • Bæta þarf merkingar og stýringu – tengist markmiðum verndunar
  • Salernisaðstaða og aðstaða til sorplosunar er við Skansinn
  1. Klaufin
  • Setja merkingar og jafnvel útbúa aðstöðu með útigrilli
  • Með góðum fræðsluskiltum er hægt að draga fram og segja þær fjölmörgu sögur sem tengjast Klaufinni.
  • Með salernisaðstöðu og sorplosun er hægt að samnýta með mögulegu salerni á Breiðabakka
  1. Páskahellir
  • Þarf að meta hrunhættu og styrkja loft þar sem það hefur sigið
  • Einnig þarf að merkja og laga stíginn, sérstaklega upp á hrunhættu og annað
  • Salerni – möguleiki á að samnýta með Eldheimum
  1. Eldfellið
  • Er einn fjölsóttasti áningarstaður Vestmannaeyja
  • Merkja gönguleiðir og bæta aðkomuna að rótum fjallsins
  • Vinna með stýringu og uppbyggingu
  • Tengja þjónustu við Eldheima – upplýsingar og salerni
  1. Stórhöfði – fuglaskoðunarhús
  • Göngustígur, þarf að klára og fullgera
  • Vantar að laga bílastæði (bæta við)
  • Vantar fleiri skilti með upplýsingum og fræðslu um lundann
  • Salerni á Breiðabakka
  1. Umhverfis Heimaey – gönguleið
  • Merkja leiðina og laga slóða þar sem þess er þörf
  • Ef salerni kemur á Stórhöfða/Breiðabakka þá er það á miðri gönguleið
  • Tengist göngustígnum norðan í nýja hrauninu
  • Tengist einnig Hamrinum – Tryggja þarf göngustíg vestur á Hamri vegna hrunhættu.
  1. Stórhöfði
  • Gönguleiðir eru um viðkvæma lundabyggð – gæta þarf að þolmörkum gagnvart Lundanum með því að stýra ferðamönnum betur, mögulega skoða fjöldatakmarkanir
  • Laga gönguleiðir og merkja þannig að margir slóðar verði ekki um varpbyggðina
  • Bæta við stikum á gönguleið
  • Mögulega vantar ferðir milli miðbæjar og Stórhöfða
  1. Hamarinn
  • Þarf að bæta merkingar og færa gönguleiðina þar sem hún er nálægt brúninni
  • Tengist gönguleiðinni í kringum Heimaey
  1. Herjólfsbær
  • Bæta aðgengi að bænum og laga þakið
  • Vernda þarf gömlu rústirnar og merkja með upplýsingum og fræðslu.

En hvað svo?
Spurningin sem blikaði á lofti eftir kynninguna var um hver næstu skref væru. Það kom fram að á næstu þremur árum væri einn starfsmaður að vinna við að fylgja áætluninni eftir og er til taks fyrir sveitafélög og ferðaþjónustuaðilar. Það eru margir sem þurfa að koma að svona markmiðum og til þess að framtíðarsýnin verði að veruleika. Fyrir Vestmanneyjar væri samstarf sveitafélagsins og ferðaþjónustunar besti kosturinn. Áætlunin á að vera tæki sem hægt er að grípa í við áætlanagerð og markmiðasetningu í ferðaþjónustu. Laufey sagði á kynningunni að núna er tækifæri fyrir Vestmannaeyjar að forgangsraða og vera tilbúin þegar sá tími kæmi, þegar Vestmannaeyjar fá stöðugan straum ferðamanna allt árið um kring. „Vestmannaeyjar hafa núna tækifæri til þess að búa til sína eigin áfangaáætlun og leggja línurnar hvað þið viljið gera og hverskonar ferðaþjónustu þið viljum bjóða uppá hérna.“

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

Nýjar fréttir

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst