Í þættinum í gær fengu þær stöllur fæst atkvæði úr hópi tólf keppenda í símakosningu áhorfenda. �?ær þurftu því syngja lög sín aftur og þá kom í hlut dómaranna þriggja, Einars Bárðarsonar, Páls �?skars og Ellýar í Q4U, að skera úr um hvor þeirra ætti skilið að halda áfram í keppninni.
Jóhanna Wiklund, 22 ára, söng lagið Hedonism með Skunk Anasie. Hún er ættuð frá Svíþjóð en búsett á Stokkseyri.
Sigurbjörg Tinna, 23 ára, söng lagið You oughta know með Alanis Morissette. Hún á sterkar rætur að rekja til Selfossbæjar en er um þessar mundir búsett á Borgarnesi.
Auk þeirra keppa systurnar Rakel og Hildur Magnúsdætur fyrir hönd Sunnlendinga. �?ær koma frá Hveragerði og nefna dúett sinn ,,Hara�?.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst