Í fræðsluráði í síðustu viku var rætt um vinnu stýrihóps sem stofnaður var í kjölfar úttektar Ráðríks á stöðu GRV í samræmdum prófum. Stýrihópurinn hefur hist til að fara yfir stöðu skólalóða GRV og skoðað hugsanlegar leiðir til úrbóta.
�??Skólalóðirnar eru stór hluti af ímynd Grunnskólans og þjóna jafnframt hlutverki sem opin leiksvæði fyrir íbúa sveitarfélagsins,�?? segir í fundargerð. �??Ljóst er að ráðast þarf í umtalsverðar umbætur á skólalóðum GRV á næstu árum. Hins vegar eru lóðirnar stórar, verkið umfangsmikið og fjölþætt og því nauðsynlegt að skipta verkefninu niður í nokkur þrep eftir mikilvægi og möguleikum.
Hópurinn hitti skólastjórnendur og aðra málsmetandi aðila vegna þessa í báðum skólabyggingum og hefur sent til framkvæmdastjóra fræðslusviðs þær ábendingar sem komu fram á þeim gagnlegu fundum. Á næsta ári er m.a. stefnt að því að skipta um gervigras á báðum spark-
völlum skólanna og koma fyrir gúmmímottum undir leiktæki.�??
Ráðið mælti með að framkvæmdastjóri fræðslusviðs í samstarfi við skólastjórnendur og tæknideild setji upp verk- og kostnaðaráætlun til næstu þriggja ára er taki mið af því að bæta skólalóðir sveitarfélagsins.