Veiðifélagið Heimaey mun halda “Stóra lundaballið” í ár þann 16.nóvember nk. Eins og allir vita þá er hringur í framkvæmd lundaballa og þurfa Eyjamenn að bíða í 7 erfið ár eftir Stóra Lundaballinu og þola léleg og þreytandi lundaböll 6 ár í röð frá Hellisey, Suðurey, Álsey, Bjarnarey, Brandinum og Elliðaey. Það er einlæg ósk okkar að Stóra lundaballið í ár verði gott námskeið fyrir forystumenn þessara félaga, þó við höfum enga trú á því.
Nú verður Stóra Lundaballið haldið í Höllinni þann 16.nóvember og búið er að ganga frá hluta þeirra skemmtikrafta sem koma munu fram. Þar ber helst að nefna Stuðlabandið, Alexander Jarl og karlakór veiðifélagsins, Ragga Gísla, Ari Skrúfjárn og Ingó Veðurguð mun stjórna veislunni, auk allskonar sem mun koma skemmtilega á óvart.
Stóra Lunaballið er ekki bara stærst heldur er það líka alltaf lang ódýrast – við ætlum að hafa verðið í ár 11.800 kr sem er 100 kr ódýrara en síðasti harmleikur sem kom frá Elliðareyjarfélaginu.
Við minnum á að Stóra Lundaballið hefur alltaf selst upp og rétt að bóka tímanlega.
Miðapantanir og skráningar:
Eyþór 861 2287
Grétar Þór 866 7464
Ekki draga lappirnar og missa af Stóra Lundaballinu ! Loksins alvöru skemmtun, JIBBÍ!
Veiðifélagið Heimaey.
Fréttatilkynning.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst