ÍBV og FH mætast í kvöld í frestuðum leik frá því í 10. umferð en leiknum var á sínum tíma frestað vegna þátttöku liðanna í undakeppni Evrópudeildarinnar. Í raun hefur leikurinn mun meira vægi nú en fyrir sjö umferðum síðan, þar sem FH-ingar eru að berjast um að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en ÍBV er í sjö liða baráttu um Evrópusæti. Þrjú stig væru því kærkomin fyrir bæði lið í kvöld.