Stormsvölu ungar seinna á ferðinni
12. október, 2015
Eins og ungar lundans, fýlsins, skrofunnar og sjósvölunnar þá fljúga ungar stormsvölunnar stundum að ljósunum í bænum. �?eir eru seinna á ferðinni en fyrrnefndir ungar og kom fyrsti stormsvöluungi haustsins í Sæheima í dag. Nokkuð stór sjósvölubyggð er í Elliðaey og má telja líklegt að unginn hafi flogið þaðan. �?etta eru ekki einungis síðbúnustu ungarnir heldur einnig þeir allra smæstu. Stormsvala er minnsti sjófugl í Evrópu og er á stærð við snjótittling. Unginn var einungis 31 gramm að þyngd og ótrúlegt að hugsa til þess að þessir smávöxnu fuglar geti tekist á við haustlægðirnar hér við Ísland. Unganum hefur verið sleppt og er nú líklega á leið suður á bóginn, en stormsvölur halda sig á Suður Atlantshafi yfir vetratímann.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst