Stórskipakantur við Eiði kostar 3,5 milljarða
Stórskipakantur norðan við Eiði kostar 3,5 milljarða. �?etta kom fram á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja en ráðið lýsir yfir áhyggjum af aðstöðuleysi og fyrirsjáanlegum vandkvæðum við móttöku flutningaskipa í Vestmannaeyjahöfn. Í bókun ráðsins kemur fram að núverandi athafnasvæði Vestmannaeyjahafnar sé fullnýtt og ekki sé möguleiki á stækkun þess innan þess ramma sem nú er. �??M.a. hefur komið fram að færist flutningar til og frá Íslandi í stærri skip en nú eru notuð muni þau ekki geta athafnað sig í núverandi aðstöðu í Vestmannaeyjum. Brýnt er að huga að þeim möguleikum sem eru fyrir hendi og meðal annars hafa verið skoðaðir kostir þess að setja stórskipakant norðan Eiðis. Sú vinna leiddi í ljós að slíkur kantur myndi kosta um 3,5 milljarða króna en myndi þjóna næstu kynslóð flutningaskipa og stærri skemmtiferðaskipum. Einnig hafa verið reifaðir aðrir kostir án þess þó að skoða þá ofan í kjölinn.
�?á bendir ráðið einnig á að stærðarmörk núverandi gámaskipa Eimskips og Samskipa, miðast við snúningssvæði innan hafnar í Vestmannaeyjum og að stærri skip geti ekki athafnað sig þar. �??U.þ.b. 10% af útflutningstekjum sjávarafurða frá Íslandi fer í gegnum Vestmannaeyjahöfn og því mjög mikilvægt að flutningsleiðir á sjó til og frá Vestmannaeyjum séu greiðar og ekki íþyngjandi fyrir sjávarútveg og samfélagið í Vestmannaeyjum. Miðað við umfang byggingar stórskipakants utan Eiðis er ljóst að Vestmannaeyjahöfn hefur ekki bolmagn ein og sér til að ráðast í slíka framkvæmd. �?ví skorar ráðið á stjórnvöld að vinna að framtíðarsýn í hafnarmálum á Íslandi þar sem hafnir eru mikilvægur hluti af samgöngukerfi landsins, ekki síst í eyjasamfélagi eins og Vestmannaeyjum.�??
Á fundinum lá einnig fyrir bréf frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir umsóknum um styrki til hafnarframkvæmda á samgönguáætlun 2015-2018. �??Ráðið samþykkir að fela framkvæmdastjóra að óska eftir því að viðhaldsdýpkun og lagfæring á grjótgarði Eiði verði áfram inni í samgönguáætlun og jafnframt að huga að gerð stórskipakants í Vestmannaeyjum.�??

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.