Í kvöld klukkan 21:00 verður Stórsveit Suðurlands með tónleika í vélasal Tónlistarskólans en húsið opnar 20:30. Með sveitinni eru djasssöngkanónurnar Kristjana Stefánsdóttir og Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir. Efnisskrá tónleikanna er stórsveitartónlist af ýmsum toga, sveifla í anda Glenn Miller, bítlalög og ýmislegt annað. Auk þess mun Guðlaug kynna lög af nýjum diski sínum, Gentle Rain.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst