Karlalið ÍBV gerði í gær jafntefli gegn Haukum úr Hafnarfirði en Haukar leika í úrvalsdeild næsta sumar. Leikurinn fór fram í knattspyrnuhúsinu Kórnum í Kópavogi en Haukar komust yfir strax í upphafi leiks. Andri Ólafsson jafnaði hins vegar metin tíu mínútum síðar eftir góðan undirbúning Tryggva Guðmundssonar. Í Faxaflóamóti kvenna tapaði ÍBV hins vegar fyrir Grindavík en lokatölur þar urðu 3:2.