Stungið á hjólbarða með hnífi
28. janúar, 2014
Rólegt var hjá lögreglu í vikunni sem leið og fór skemmtanahald helgarinnar fram með ágætum og ekki nein teljandi útköll á öldurhús bæjarins.
Ein eignaspjöll voru tilkynnt lögreglu í vikunni sem leið en þarna var um að ræða skemmdir á hjólbarða bifreiðar sem stóð við Faxastíg. Stungið hafði verið á einn hjólbarða bifreiðarinnar, líklega með hnífi. Ekki liggur fyrir hver þarna var að verki, þó beinist grunur lögreglu að ákveðnum einstaklingi og er málið í rannsókn.
Að kvöldi 22. janúar sl. var lögreglu tilkynnt um umferðaróhapp á gatnamótum Heiðarvegar og Faxastígs en þarna hafði fólskbifreið, sem ekið var vestur Faxastíg, verið ekið í veg fyrir pallbifreið, sem ekið var norður Heiðarveg. Áreksturinn var nokkuð harður og þurfti að beita klippum til að losa ökumann fólksbifreiðarinnar út úr bifreiðinni. Ekki var um alvarlega áverka að ræða á þeim sem lentu í óhappinu en bæði ökumaður og farþegi fólksbifreiðarinnar kvörtuðu þó undan verkjum. �?kumaður og farþegi fólksbifreiðarinnar voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja en fengu að fara heim að lokinni skoðun. Fólskbifreiðin var óökuhæf á eftir en tiltölulega lítið sást á pallbifreiðinni.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst