Styrkir árlegar vöktunarferðir næstu þrjú árin
5. júní, 2007

Í frétt af undirritun samningsins segir að Surtsey hafi vöktuð síðan gosinu lauk og hafa jarðvísindamenn einkum fylgst með kólnun eyjarinnar, móbergsmyndun, sjávarrofi og landmótun. Líffræðingar hafa farið til Surtseyjar um miðjan júlí ár hvert og leitað að nýjum tegundum plantna, smádýra og fugla. �?eir hafa fylgst náið með þróun lífríkisins sem hefur tekið miklum stakkaskiptum á síðustu árum eftir að þétt mávabyggð tók að myndast í eynni. Á hverju ári finnast þar nýjar tegundir og lífríkið verður fjölbreyttara. Allar líkur eru á að sú þróun haldist áfram næstu áratugina og að lífríki Surtseyjar taki á sig svipaða mynd og í öðrum úteyjum Vestmannaeyja. Árið 2004 verpti lundi, einkennisfugl eyjanna, í fyrsta sinn í Surtsey og fylgjast vísindamenn vel með því hvernig honum gengur að ná þar fótfestu.
Sýningin Surtsey – jörð úr ægi stendur nú yfir í �?jóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Sýningin rekur myndunar- og þróunarsögu Surtseyjar fram til dagsins í dag og spáir fyrir um framtíð eyjarinnar og þróun lífríkis hennar næstu 120 árin. Í tilefni af undirritun samningsins í dag er aðgangur ókeypis á sýninguna til 19. júní í boði Toyota á Íslandi.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst