�?á er hafinn undirbúningur að árlegri Sumarstúlkukeppni sem fyrst var haldin fyrir 30 árum, í júlí 1986 á Skansinum sem hjónin Pámi Lórens og Marý Sigurjónsdóttir áttu og ráku. Keppnin hefur þróast í áranna rás en í grunninn er hún sú sama, að hóa sama ungum og hressum stúlkum og eiga með þeim kvöldstund þar sem fjölskyldurnar mæta og styðja sínar konur. Súsanna Georgsdóttir er framkvæmdastjóri keppninnar eins og undanfarin ár og hefur hún valið 15 stúlkur sem taka þátt í keppninni sem verður í Höllinni 9. júlí. �??�?fingar eru byrjaðar og stelpurnar eru mjög spenntar. �?g get lofað skemmtilegu kvöldi og ég veit að stelpurnar eiga eftir að standa sig frábærlega. �?g hlakka til og það gera stelpurnar líka sem ég held að hafi aldrei verið fleiri,�?? sagði Súsanna.
Stúlkurnar 15: Aftari röð: Margrét Björk Grétarsdóttir, Margrét Rún Ísfjörð, Kristín Ingólfsdóttir, Sirrý Sæland, Svala Björk Hólmgeirsdóttir, Elínborg Eir Sigurfinnnsdóttir, Margrét Júlía Ingimarsdóttir,�?órey Lúðvíksdóttir og Jenný Jóhannsdóttir.
Neðri röð: Jóhanna Helga Sigurðardóttir, Natalía Kjartansdóttir, Díana Helga Guðjónsdóttir, Sigríður Viktorsdóttir, Birgitta Dögg �?skarsdóttir og Sigþóra �?nnudóttir.