Meðlimir í Mormónasöfnuðinum koma saman alla sunnudaga í um fjórar klukkustundir. �?�?að er vissulega ánægjulegt að vera loksins komin með aðstöðu á svæðinu og þurfa því ekki að sækja vikulegar samkomur til Reykjavíkur,�? segir Bárður.
�?Ef núverandi fjöldi meðlima helst í nokkra mánuði í viðbót munum við fá styrk frá höfuðstöðvum kirkjunnar í Salt Lake borginni í Bandaríkjunum til þess að eignast safnaðarhús á Selfossi. �?annig að núverandi aðstaða í félagsheimilinu er vonandi aðeins til bráðabyrgða þó að salurinn þar henti okkur ágætlega. Við bænastundir þarf nefnilega ekki annað en ræðupúlt og stóla. Veraldleg tákn í samkomum eru ekki notuð í mormónatrú, einu táknin eru líf meðlimanna sjálfra,�? segir Bárður en hann leiðir samkomurnar á Selfossi sem hófust fyrir um tveimur vikum.
Um þessar mundir eru um þrjátíu sunnlendingar virkir í söfnuðinum og hefur þeim fjölgað talsvert á síðastliðnum árum, segir Bárður. �?ví má að einhverju leiti þakka starfi tveggja erlendra trúboða kirkjunnar sem starfað hafa á Selfossi í liðlega ár. Gréta Sverrisdóttir, forstöðumaður Félagsmiðstöðvarinnar á Selfossi, er meðlimur í Mormónasöfnuðinum. Bárður segir hinsvegar að hún hafi ekki haft neina milligöngu um málið enda ekki eigandi hússins.
Sunnudagssamkomurnar byrja klukkan ellefu og eru öllum opnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst