Landakirkja færist yfir á vetrartímann núna á sunnudag og þar með hefst sunnudagaskóli vetrarins og starfsemi æskulýðsfélagsins. Þá færist guðsþjónustan til kl. 14.
Sunnudagaskólinn hefst kl. 11 og verður sem fyrr í kirkjunni. Líkt og alltaf í sunnudagaskólanum verður leikið, dansað, sungið, verið með gamanmál, frætt og spilað á gítar. Í raun má segja að sunnudagaskólinn er ekki síður fyrir fullorðna en börn.
Guðsþjónusta sunnudagsins hefst kl. 14. en þá fögnum við kærleiksþjónustu kirkjunnar. Sr. Viðar þjónar fyrir altari en Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni sem er nýflutt til Eyja, mun prédika.
Það á vel við þar sem sunnudagurinn er dagur djáknaþjónustunnar í kirkjunni. Kitty og Kór Landakirkju sjá um tónlist og leiðir almennan safnaðarsöng.
Hefðbundnir fundir æskulýðsfélagsins hefjast síðan um kvöldið. Gísli æskulýðsfulltrúi leiðir ásamt leiðtogum í æskulýðsfélaginu og hefjast leikar kl. 20 í safnaðarheimilinu þar sem lofað er miklu fjöri.
Sjáumst í kirkjunni okkar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst