Allt leikur í lyndi þar til dag einn að lífið hjá músafjölskyldunni verður skyndilega dauðans alvara. En Sæmundur Súpermús notar kollinn og bjargar sér og fjölskyldu sinni frá bráðum bana með ótrúlegri hugkvæmni.
En hvað varð til þess að Guðrún og Katrín fóru að vinna saman?
Guðrún hafði átt kvæðið í nokkur ár án þess að reyna að koma því á framfæri. �?á rakst hún á vatnslitamyndir eftir Katrínu sem henni fannst mikið fallegar og datt í hug að gaman væri að fá Katrínu til samstarfs. Er ekki að orðlengja að með þeim tókst mikið og gott samstarf sem birtist í þessari bók um Sæmund Súpermús.
�?etta er sunnlensk bók, gefin út af þeim stöllum og hana er hægt að kaupa hjá Guðrúnu (sími 865 8879) og Katrínu (sími 862 8131) og svo er Bókakaffið auðvitað með bókina til sölu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst