Allir hafa þeir komið víða við á rokkbrautinni, Jónas m.a. í �?son, Bakkusi,Horinu og Slowtrain. Siggi �?li gerði garðinn frægan í Skítamóral, Sanasól, Panikk og Horinu og Jón Ingi í Bakkusi, Loðbítlum og Slowtrain. Guðmundur túraði svo með stórsveitinni Vírus á sínum tíma.
DIRRINDÍ leikur nær eingöngu frumsamið efni, hrynfast, mátulega gróft, en þó yfirleitt með léttleikandi undirtón. Margir hafa kosið að skilgreina tónlistina sem karlrembuþjóðlagarokk með kjarnyrtri samtíma gagnrýni. Víst þykir að tónlist DIRRINDÍ hafi mótast að grunni til í Hraungerðishreppi í Flóa,enda eiga ¾ meðlima bandsins rætur sínar að rekja þangað. Er óhætt að fullyrða að hér sé einstakt tækifæri fyrir sunnlendinga að sjá hreinræktað Flóarokk. �?Við munum spila öll okkar bestu lög, bæði ný og gömul ásamt gömlum smellum frá mér síðan á menntaskólaárunum�? sagði Jónas.
�?etta hefur verið löng fæðing hjá DIRRINDÍ og að sögn Guðmundar var ekki lengur hægt að neita þeim fjölda manns sem kom að máli við hljómsveitina og hvöttu til tónleikahalds. Nú er það orðið að veruleika og viðbúið að það verði fjölmennt á �?tlaganum þann 29/12. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl 23:00 og aðgangseyrir er aðeins 500 kr.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst