Súperman og frú stóðu sig eins og alvöru ofurhetjur í þættinum Wipe Out sem sýndur var í kvöld á Stöð 2. Hjónin Smári Harðarson og Sigurlína Guðjónsdóttir voru fulltrúar Eyjanna í þáttunum og þau gerðu þetta með stæl eins og þeim er einum lagið. Hjónakornin komust bæði í þriggja manna úrslit ásamt Agli „Gilzenegger“, „Störe“, „Þykka“ Egilssyni, lífskúnstner og rithöfundi. Að lokum hafði Egill nauman sigur en Eyjamenn geta verið stoltir af sínu fólki.