Surtsey ekki opnuð ferðamönnum
12. nóvember, 2013
�?eirri spurningu var varpað fram á ráðstefnu Líffræðifélags Íslands um helgina hvort ekki ætti að bjóða upp á fámennar og dýrar skoðunarferðir fyrir ferðamenn til Surtseyjar, líkt og gert er á Galapagoseyjum. Áhugi hefur verið fyrir þessu hjá aðilum í ferðaþjónustu.
Borgþór Magnússon, forstöðumaður Vistfræðideildar Náttúrufræðistofnunar Íslands, varð til svara en hann var meðal þeirra sem fluttu erindi um Surtsey á ráðstefnunni.
Svaraði hann spurningunni neitandi, sagði fulla ástæðu til að halda friðun Surtseyjar áfram næstu áratugina, en 14. nóvember nk. verða liðin 50 ár síðan Surtsey tók að myndast, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst