Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra mun í dag fá afhent skjal því til staðfestingar að Surtsey er komin á heimsminjaskrá UNESCO. Fulltrúi samtakanna mun afhenda ráðherra skjalið á Þjóðminjasafninu í dag klukkan 18:30 en þessa dagana er fundað um heimsminjasamninginn í Reykjavík.