Svar til Elliða Vignissonar við opnu bréfi til þingmanna
14. október, 2014
�?akka þér fyrir opið bréf til okkar þingmanna Sjálfstæðisflokksins og ekki síður ástríða þín að halda uppi vörnum fyrir sjávarútveginn og sjávarbyggðir.
�?g get tekið undir að samráð varðandi frumvörp um veiðigjöld hafa í síðustu tvö skipti ekki verið eins og við sjálf ræddum um. Í mínum huga er það forsenda árangurs að hafa gott samráð við útveginn og samtök sjómanna varðandi lagasetningu og breytingar á rekstrarumhverfi greinarinnar. �?á þarf samráð við okkur þingmenn að vera meira og markvissara um verkefnin, vinnuna, uppleggið og niðurstöðuna sem við viljum sjá og stefnum að með pólitískri niðurstöðu okkar.
Varðandi bætt umhverfi fyrir atvinnulífið þá er það markviss stefna okkar að lækka álögur á atvinnulífið. Tryggingagjaldið er á hægri niðurleið, veiðigjöldin eru að mínu mati ósanngjörn þar sem hagnaður af vinnslunni er inn í veiðigjöldunum og það er auðvitað ófært. �?g vil að vinnslan hafi tækifæri til að greiða hærri laun og verði því ekki sérstaklega skattlögð vegna veiðigjald, sem útgerðin síðan greiðir. �?g kýs sjálfur einfalt veiðigjald og þess vegna mætti hækka almenna gjaldið lítillega og láta þar við sitja og engar undanþágur né afslættir vegna skulda verði í gjaldinu. Allir greiði sama gjald miðað við þá stuðla sem við höfum unnið með. Veiðigjöldin eru um 8 milljarðar á þessu ári en með óbreyttri stefnu fyrri ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur væri þau yfir 20 milljarðar svo við höldum því til haga. Í þessu sambandi ítreka ég vilja okkar til að lækka álögur á heimilin og einstaklingana í landinu. �?að verkefni er líka og leið til aukins kaupmáttar.
Samkvæmt ifs-greiningu yfir afurðaverð útfluttra sjávarafurða heldur afurðaverð áfram að hækka. Afurðavísitalan hækkaði þannig um 2,4% í ágúst frá fyrri mánuði og 10% sl. 6 mánuði í íslenskum krónum. Í erlendum gjaldeyri hefur hækkunin verið aðeins minni eða um 2,2% í ágústmánuði og um 9,9% á sl. 6. mánuðum. Til samanburðar hafa laun sem hlutfall af rekstrarkostnaði í vinnslunni lækka um 30-50% sl. 7 ár.
Loðnuaflinn var vonbrigði á þessu ári eða um 130 þú. tonn á móti 450 þús. tonnum árið 2012. Spá Hafró fyrir næsta ár er 4-500 þús tonn. �?að kemur til móts við minnkandi ársafla 2013, en loðnan er brellin og erfitt að reiða sig á hana.
�?g geri ekki lítið úr áhyggjum um minnkandi afla en við búum við breytileika í náttúrunni og ráðum ekki við aflabrest frekar en sumarheimsókn makríls sem hefur gjörbreytt afkomu uppsjávarveiða og aukið verðmæti og minnkað atvinnuleysi í sjávarplássum.
Varðandi það að gengið hafi verið fram af hörku og ósanngirni í álagningu veiðigjalda er rétt að þrátt fyrir að beygt hafi verið af leið fyrri ríkisstjórnar um veiðigjöldin þá eru gjöldin há. Unnið er að frumvarpi um breytinga á veiðigjöldum, en gjöldin eiga að taka mið af getu greinarinnar til að greiða fyrir aðgang að auðlindinni.
�?að gleðilega er að framlegð eftir útgerðaflokkum sjávarútvegsfélaga á árinu 2013 gefur sterka mynd af góðri afkomu greinarinnar þó mismunandi sé og greinilegt að útgerðaflokkar missterkir til að takast á við veiðigjöld.
Blönduð uppsjávar- og botnfiskfélög skila árið 2013 28% EBIDU, (32% 2012) Botnfiskútgerð og vinnsla 19% (23% 2012) og botnfiskútgerð 20% (22% 2012) Greiddur tekjuskattur sjávarútvegsfélaga var um 21,5% á árinu 2013 samkvæmt upplýsingum Deloitte sem fram komu á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu í dag 8. okt.
�?rátt fyrir lækkun framlegðar jókst hagnaður greinarinnar milli áranna 2012 og 2013 úr 46 milljörðum í 53 milljarða árið 2013. Skuldir lækkuðu frá 2009 úr 494 ma í 341 ma eða um 153 milljarða 2013. Á árinu 2013 voru arðgreiðslur útvegsins til hluthafa 12 milljarðar en vor 6.3 ma árið 2012 þrátt fyrir lækkun framlegð milli áranna. Afurðaverð fer hækkandi og skuldir lækka. �?að er góðæri í útveginum og framleiðni greinarinnar eykst.
Samkvæmt þessum upplýsingum er staða útvegsins góð og mikilvægt að sú staða endurspegli samfélagslega ábyrgð fyrirtækjanna, bætt launakjör starfsfólks og í hagsæld sjávarbyggðanna.
Með vinsemd
Ásmundur Friðriksson alþingismaður.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst