�??Nú er fyrsti vorboðinn mættur, svartfuglinn er sestur upp,�?? sagði Sigurgeir Jónasson frá Skuld, ljósmyndari með meiru þegar hann hafði samband við Eyjafréttir rétt í þessu. �??Hann er kominn í allt bjargið fyrir ofan Klettshelli. Pabbi hélt dagbók yfir þetta og það fyrsta sem hann skráði var fjórði febrúar en ég man eftir því að svartfuglinn hafi sest upp þann sjöunda. �?að er ekki að marka núna, hann gæti hafa komið fyrr því ég fór hvorki í gær eða fyrradag að svipast um eftir fuglinum en núna er hann kominn, þessi fyrstu vorboði okkar hér í Eyjum, svartfuglinn,�?? sagði Sigurgeir.