Tískuvöruverslunin Salka er ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að tískunni. Við hjá Eyjafréttum fengum að skyggnast aðeins inn í hvað hefur verið vinsælt nú í vetur og hvað er framundan hjá þeim. Við ræddum við Svövu Töru eiganda Sölku.
Svava Tara telur það ómissandi yfir vetrartímann að eiga góða kápu eða pels. ,,Hlý falleg ullar kápa sem er hægt að nota hversdags og spari. Einnig pels, hvort sem það er alvöru eða gervi, bara að hann sé hlýr í vetrarkuldanum, það má líka nota pelsa hversdags!“
Vor- og sumartískan nálgast
Svava segir að þau munu fljótlega fara að fá vor- og sumartískunna til sín, en þau munu halda þeim merkjum sem þau eru nú þegar með enda virkilega flott og vönduð merki. ,,Sumarið verður meira í jarðtóna litum en áður. Grænn litur verður áberandi ásamt brúnum og svörtum. Auðvitað koma glaðlegir litir inn á milli eins og rauður, bleikur og blár. Bundnar skyrtur, pils, kjólar og hör buxur verður áfram vinsælt.”
Þegar kemur að herrafatnaðinum verður mikil áhersla á þægindi. Úrval af teygjanlegum buxum og teygjanlegum jakkafata jökkum. Polo bolir verða áberandi með skemmtilegum mynstrum.
Hvernig myndir þú lýsa þínum persónulega stíl?
,,Minn persónulegi stíll er svolítið allskonar, fer bara bara eftir skapinu. Getur verið stelpulegur og þá eru það síðir kjólar og strigaskór, einnig töffaralegur eins og leðurjakki og grófir skór. En fyrst og fremst er hann þæginlegur, föt sem láta mér líða vel. Einnig á fataskápurinn það til að vera frekar blár, enda er það litur sem fer flestum. Reyni helst að vera aldrei í öllu svörtu, þó að það komi nú alveg fyrir.“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst