„Þetta er bara húmorinn hjá okkur úti á sjó og ég ætla ekkert að fara fela það fyrir öðrum. Ég skammast mín ekkert fyrir þetta, þetta var bara spaug,“ segir Sveinn Ágúst Kristinsson, 22 ára sjómaður frá Vestmannaeyjum sem býður sig fram til stjórnlagaþings. Það telst frekar óvenjulegt að frambjóðendur til þings séu með mynd af sér allsberum á opinni Facebook-síðu.