Í dag hefst Norðurlandamót grunnskólasveita í skák en mótið er haldið í Örsundsbro í Svíþjóð. Grunnskóli Vestmannaeyja sendir eina sveit í mótið og hana skipa þeir Nökkvi Sverrisson á fyrsta borði, Alexander Gautason á öðru borði, Sindri Freyr Guðjónsson á þriðja borði, Hallgrímur Júlíusson á fjórða borði og varamaður er Kristófer Gautason. Mótið stendur fram á sunnudag og verða tefldar tvær umferðir alla þrjá keppnisdagana.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst