Svekkjandi tap eftir að hafa leitt allan leikinn
12. febrúar, 2019

ÍBV sótti heim Selfoss í æsispennandi leik í Olísdeild karla í handbolta í gærkvöldi.

Eyjamenn höfðu frumkvæðið lungann úr leiknum og leiddi í hálfleik 14-16. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka var ÍBV með þriggja marka forystu, 24-27. Nokkrum töpuðum boltum síðar vara flautað til leiksloka og lokatölur 30-28 Selfoss í vil. Ótrúlegur viðsnúningur Selfyssinga sem leiddu leikinn aðeins síðustu þrjár mínúturnar.

Markahæstir í liði ÍBV voru Kári Kristján Kristjánsson, Hákon Daði Styrmisson og Dagur Arnarsson með 6 mörk hver. Aðrir markaskorarar voru Fannar Þór Friðgeirsson – 5, Kristján Örn Kristjánsson – 2  og Elliði Snær Viðarsson, Grétar Þór Eyþórsson og Magnús Stefánsson með eitt mark hver. Haukur Jónsson varði sjö skot í marki Eyjamanna.

„Það mæðir mikið á Degi [Arn­ars­syni] og Fann­ari [Friðgeirs­syni] í sókn­inni, sér­stak­lega þegar Sig­ur­berg­ur er ekki með. Við erum með unga stráka þarna og við þurf­um líka bara að finna tíma fyr­ir þá og koma þeim inn í þetta. En Fann­ar var að gera mikið, byrja sókn­irn­ar og byrja árás­ir og það tek­ur mikla orku. Kannski voru menn orðnir þreytt­ir í lok­in, en heilt yfir fannst mér við vera að opna þá nokkuð vel og ná þeim skot­um sem við vild­um, en síðan vor­um við að senda klaufa­leg­ar send­ing­ar og tapa óþarfa bolt­um.” sagði Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV í spjalli við mbl.is eftir leik í gær.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.