ÍBV sótti heim Selfoss í æsispennandi leik í Olísdeild karla í handbolta í gærkvöldi.
Eyjamenn höfðu frumkvæðið lungann úr leiknum og leiddi í hálfleik 14-16. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka var ÍBV með þriggja marka forystu, 24-27. Nokkrum töpuðum boltum síðar vara flautað til leiksloka og lokatölur 30-28 Selfoss í vil. Ótrúlegur viðsnúningur Selfyssinga sem leiddu leikinn aðeins síðustu þrjár mínúturnar.
Markahæstir í liði ÍBV voru Kári Kristján Kristjánsson, Hákon Daði Styrmisson og Dagur Arnarsson með 6 mörk hver. Aðrir markaskorarar voru Fannar Þór Friðgeirsson – 5, Kristján Örn Kristjánsson – 2 og Elliði Snær Viðarsson, Grétar Þór Eyþórsson og Magnús Stefánsson með eitt mark hver. Haukur Jónsson varði sjö skot í marki Eyjamanna.
„Það mæðir mikið á Degi [Arnarssyni] og Fannari [Friðgeirssyni] í sókninni, sérstaklega þegar Sigurbergur er ekki með. Við erum með unga stráka þarna og við þurfum líka bara að finna tíma fyrir þá og koma þeim inn í þetta. En Fannar var að gera mikið, byrja sóknirnar og byrja árásir og það tekur mikla orku. Kannski voru menn orðnir þreyttir í lokin, en heilt yfir fannst mér við vera að opna þá nokkuð vel og ná þeim skotum sem við vildum, en síðan vorum við að senda klaufalegar sendingar og tapa óþarfa boltum.” sagði Erlingur Richardsson þjálfari ÍBV í spjalli við mbl.is eftir leik í gær.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.