Leikmenn ÍBV voru að vonum svekktir eftir tveggja marka tap gegn Fram í Eyjum í kvöld. Leikurinn var lengst af í járnum en í fyrri hálfleik voru það heimastúlkur sem voru skrefi á undan og voru t.d. tveimur mörkum yfir þegar skammt var til leikhlés. En efsta lið deildarinnar sýndi styrk sinn, jafnaði metin og náði svo fimm marka forystu í þeim síðari. Lokatölur urðu hins vegar 17:19 eftir að staðan í hálfleik var 7:7.