Sýning verka Kristins Ástgeirssonar frá Miðhúsum opnar á morgun
Kristinn Ástgeirsson frá Miðhúsum ( 1894-1981 )

Í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar er efnt til 10 sýninga á jafnmörgum Eyjamönnum og – konum á árinu.
Með sýningaröðinni er ætlunin að draga fram þá fjölbreyttu flóru sem vestmannaeyskir listvinir eru.
Öll eiga verkin það sameiginlegt að vera í eigu Listasafns Vestmannaeyja sem geymir um 700 listaverk.

Fyrsti listamaðurinn í sýningaröðinni er Kristinn Ástgeirsson frá Miðhúsum (1894-1981) en margar mynda hans eru ómetanlegar heimildir um atvinnuhætti og verklag í Vestmannaeyjum fyrri tíðar.
Kristinn er flokkaður sem „naivisti” en helstu einkenni þeirrar stefnu er eingaldleiki í litum og dráttum.
Aðalsetinn Ingólfsson hefur gert grein fyrir list Kristins í bók sinni Naive and Fantastiv Art in Iceland.

Sýningin opnar miðvikudaginn 30. janúar kl. 17.00 og verða ættingjar Kristins viðstaddir opnunina.
Allir hjartanlega velkomnir á forvitnilega sýningu einstaks listamanns. Sýningin er í Einarsstofu og stendur til 5. febrúar.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.