Tækjum stolið úr fiskibáti í Vestmannaeyjahöfn
29. október, 2013
Síðasta vika var með rólegra móti hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum og engin stærri mál komu á hennar borð. Eitt vinnuslys var tilkynnt til lögreglunnar þegar maður féll úr stiga þar sem hann var að vinna í Vinnslustöðinni. Hann var fluttur á sjúkrahús Vestmannaeyja. Meiðsli hans voru handleggsbrot og tennur brotnuðu. Síðastliðinn miðvikudag var tilkynnt að ekið hafi verið utaní bifreið þar sem hún var staðsett á bifreiðarstæði við verslun Krónunnar við Strandveg. Annað svipað tilkvik var tilkynnt en þar var ekið utaní bifreiða sem var staðsett á Skólavegi við Safnaðarheimilið. Í báðum þessum tilvikum tilkynntu tjónvaldar ekki um ákeyrsluna. Lögreglan biður þá sem geta veitt upplýsingar um þessi tjón að hafa samband við lögregluna.
�?jófnaður
Í vikunni var tilkynnt til lögreglunnar að stolið hafi verið úr fiskibát sem lá í Vestmannaeyjahöfn ýmsum tækjum og búnaði. Enginn hefur enn sem komið er verið yfirheyrður en málið er í rannsókn.
Lögreglan á facebook
Lögreglan í Vestmannaeyjum er nú komin á facebokk. �?ar er ætlunin að fylgja straumum nútímans og nálgast fólk á þessir upplýsingaveitu. Settar verða inn tilkynningar til almennings og margt annað.
�?kumenn eru beðnir að fara varlega þar sem hálka getur myndast á götum þegar hausta tekur. Fá og með 1. nóv. er ökumönnum heimilt að setja nagladekkin undir bíla. �?á vill lögreglan beina því til ökumanna að huga að ljósabúnaði á ökutækjum. Gangandi vegfarendur eru einnig hvattir til að vera með endurskinsmerki á fatnaði sínum þegar þeir eru á ferð í myrkrinu. Sérstaklega eru foreldrar hvattir til að fatnaður barna sé með endurskinsmerki.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst