Sveit Taflfélags Vestmannaeyja hafnaði í 43. sæti á óopinberu Norðurlandamóti skákfélaga í atskák sem fram fór á netinu um páskahelgina. A-sveit Skákfélags Selfoss og nágrennis (SSON) sigraði mótið. Alls tóku 67 sveitir þátt í mótinu.
Umhugsunartími var 10 mínútur auk tveggja sekúndna til viðbótar fyrir hvern leik. Teflt var á sex borðum í hverri umferð og tefldar voru sjö tvöfaldar umferðir, nánar tiltekið þannig að þátttakendur tefldu tvisvar við andstæðinga sína í hverri umferð. Skáksamband Íslands sá um framkvæmd mótsins.
Sveit Taflfélags Vestmannaeyja skipa þeir Þorsteinn Þorsteinsson, Hallgrímur Steinsson, Sigurjón Þorkelsson, Nökkvi Sverrisson, Sverrir Unnarsson, Páll Ammendrup Ólafsson, Dagur Páll Ammendrup, Ólafur Hermannsson, Ægir Óskar Hallgrímsson, Örn Leó Jóhannsson, Pál Snædal Andrason og Valur Marvin Jónsson.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.