Hraunið, höfnin og kapalskipin

Í dag sýnir Halldór B. Halldórsson okkur forvitnilegt myndband sem tekið var upp í dag. Þar kennir ýmissa grasa líkt og oft áður. Meðal annars flaug hann dróna yfir kapalskipin sem undir búa lagningu sæstrengja milli lands og Eyja. Sjón er sögu ríkari. (meira…)

Segja frumvarpið fela í sér eignaupptöku

Lifeyrissj TMS IMG 1101

Stjórn Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja telur að frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um lífeyrissjóði  feli í sér eignaupptöku frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega sem geti leitt til skaðabótaskyldu. Í umsögn sem Lífeyrissjóður Vestmannaeyja sendi inn vegna frumvarpsins segir m.a. að um stórvægilegt mál sé að ræða þar sem lögð er til sú breyting að örorkulífeyrir og tengdar […]

HK sigraði Orkumótið – myndir

Orkumót 2025 3L2A6669

Það var lið HK sem sigraði Þrótt frá Reykjavík í úrslitaleik um Orkumótstitilinn í ár. Þessi lið mættust einnig í úrslitaleiknum 2024. Þá fór Þróttur með sigur af hólmi. Fram kemur á heimasíðu mótsins að sigurinn í gær hafi verið torsóttur hjá HK. HK komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Kristófer Aroni Kristjánssyni, […]

ÍBV sækir Fram heim

Eyja 3L2A1249

Í kvöld klárast 13. umferð Bestu deildar karla með fjórum leikjum. Klukkan 17.00 hefst leikur Fram og ÍBV á Lambhagavellinum. Framarar í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig. Eyjamenn eru hins vegar í níunda sæti með 14 stig, en þeir hafa aðeins misst flugið undanfarið og tapað tveimur síðustu leikjum í deildinni. Þegar þessi lið […]

Margrét Lára áritaði nýju bók sína

Margrét Lára Viðarsdóttir mætti í Pennann Eymundsson í Eyjum í dag og áritaði nýju bók sýna sem hún var að gefa út sem kallast ,,Ástríða fyrir leikum.” Margrét Lára er ein af fremstu íþróttakonum landsins og er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Hún er markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi en hún lék sinn […]

Aflinn var 64 tonn

sjomadur_bergey_opf_22

Ísfisktogarinn Bergey VE landaði í Eyjum í fyrrakvöld. Aflinn var 64 tonn, mest þorskur og ýsa. Jón Valgeirsson skipstjóri sagði í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að þetta hafi ekki verið nein frægðarför en þó sé allt í lagi og engin ástæða til að kvarta mikið. „Við vorum mest á Hvalbakssvæðinu en restuðum á Víkinni. Það […]

Klara Einars á Þjóðhátíð

Klara Ads

Klara Einars sendi frá sér nýtt lag í síðustu viku “Ef þú þorir” og í morgun var það tilkynnt á hún verður á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Vestmanneyjum. Á síðustu rúmlega tveimur árum hefur hún sent frá sér átta lög bæði ein og í samvinnu við aðra og í sumar verður hún á fleygiferð […]

Andlát: Óskar J. Sigurðssson

Óskar J. Sigurðsson, fyrrverandi vitavörður á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, lést þann 25. júní á heimili sínu á Selfossi, 87 ára að aldri. Óskar fæddist á Stórhöfða þann 19. nóvember árið 1937. Foreldrar hans voru þau Sigurður Valdimar Jónathansson, sem starfaði bæði sem vitavörður og veðurathugunarmaður, og Björg Sveinsdóttir. Óskar hafði djúpan áhuga á náttúrunni og […]

Líf og fjör á Orkumóti

Það var líf og fjör á knattspyrnuvöllum bæjarins í dag. Orkumótið fór af stað með pompi og prakt. Í kvöld var svo setningarathöfn sem hófst með risastórri skrúðgöngu. Halldór B. Halldórsson fylgdist með mótinu og setti saman þetta skemmtilega myndband frá deginum. (meira…)

Aukatónleikar vegna mikillar eftirspurnar

Einungis örfáir miðar eru eftir á gosloka tónleikana „Úr klassik í popp“ á fimmtudagskvöldinu 3. júli. Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákeðið að halda aukatónleika föstudaginn 4. júlí kl. 18:00. Flutt verða sígild popplög sem voru sótt í klassísk verk tónskáldanna Bach, Beethoven, Tchaikovsky, Brahms, Mozart o. fl. o. fl. Lög eins og Whiter Shade of […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.