Orðið töluvert grunnt í Landeyjahöfn

herjolfur_lan_062020

Dýpið í og við Landeyjahöfn var mælt fyrr í dag og eins og myndin hér fyrir neðan sýnir er orðið töluvert grunnt í höfninni. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að aðstæður í fyrramálið til siglinga til/frá Landeyjahöfn séu ekki hagstæðar vegna aðstæðna í höfninni. Því siglir Herjólfur fyrri ferð dagsins til Þorlákshafnar. Brottför frá […]

Tap hjá íslensku stelpunum í fyrsta leik í milliriðli

Arnar Pétursson og stelpurnar hans í íslenska kvennalandsliðinu máttu þola níu marka tap gegn Svartfjallalandi, í fyrsta leik sínum í milliriðli, á HM kvenna í handbolta í dag. Íslenska liðið á því ekki lengur möguleika á sæti í 8. liða úrslitum á mótinu. Íslensku stelpurnar sýndu fínan fyrri hálfleik en Svartfellingar voru með þriggja marka […]

Jólasveinarnir mæta í Höllina í desember

Jólasýningin Jólasveinar ganga um gólf fer fram á Háaloftinu í Höllinni, í desember. Sýningin er einstaklega skemmtileg upplifun fyrir yngstu kynslóðina sem og alla fjölskylduna og hefur hún fest sig í sessi sem hlý og hátíðleg jólahefð þar sem börn og fullorðnir koma saman og njóta. Á sýningunni mæta jólasveinar og syngja með börnunum vinsælustu […]

Óli Gränz – Fjölsótt skemmtun án áfengis

„Óli Gränz“ er heiti endurminninga Carls Ólafs Gränz, iðnmeistara og gleðigjafa, frá Vestmannaeyjum. Hann fæddist í Eyjum 16. janúar 1941 og hefur lagt gjörva hönd á margt á lífsleiðinni. Var ungur til sjós og síðar farsæll iðnaðarmaður, rak bílaleigu og verslun, settist á Alþingi og allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, var bókaútgefandi á heimsvísu og mikilvirkur í […]

Hversu lengi eigum við að bíða?

Í bráðum átta ár hafa samgöngur til Vestmannaeyja í besta falli staðið í stað. Oftast hafa þær þó færst til verri vegar. Flugsamgöngur eru orðnar svo rýrar að varla er hægt að tala um þær lengur. Dýpkun er óviðunandi. Engar hugmyndir eru uppi um breytingar á Landeyjahöfn. Það virðist ekkert í gangi. Tíminn er dýrmætur […]

Siglt í Landeyjahöfn á ný – uppfært

landeyjah_her_nyr

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag, og er brottför frá Vestmannaeyjum kl. 14:30 og frá Landeyjahöfn kl. 15:45. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að gefin verði út önnur tilkynning um framhaldið þegar niðurstöður dýptarmælinga í Landeyjahöfn liggja fyrir eftir kl. 14:00 í dag. Uppfært kl. 14.45. Herjólfur siglir […]

Arnar Breki framlengir við ÍBV

Eyjamaðurinn Arnar Breki Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV um þrjú ár. Frá þessu er greint í frétt á vefsíðu ÍBV. Arnar er 23 ára sóknarmaður sem hefur leikið í Vestmannaeyjum allan sinn feril, bæði með ÍBV og KFS. Þrátt fyrir ungan aldur hefur þessi frábæri og duglegi leikmaður leikið 140 leiki fyrir […]

Framúrskarandi fyrirtæki í Eyjum 2025 

„Það skiptir okkur hjá Creditinfo miklu máli að geta gert Framúrskarandi fyrirtækjum hátt undir höfði. Þetta eru stöðugustu fyrirtæki landsins sem leggja grunninn að kröftugu hagkerfi okkar Íslendinga. Það er einkar ánægjulegt að sjá hvað Vestmannaeyjar búa vel þegar kemur að öflugum fulltrúum á listanum í ár,” segir Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi.  Alls fengu […]

Góð afkoma á þriðja ársfjórðungi

Stebbi.isfelagjpg

Ísfélag hf. skilaði góðri afkomu á þriðja ársfjórðungi 2025. Skýrist það einkum af því að annars vegar gengu veiðar og vinnsla á makríl mjög vel og hins vegar aflaði Sólberg ÓF 1, frystitogari félagsins, vel á tímabilinu, að sögn Stefáns Friðrikssonar forstjóra. Heildarafli skipa Ísfélagsins á þriðja ársfjórðungi var 35.300 tonn, talsvert meiri en í […]

Óli Gränz – Falleg bók og skemmtileg sem hlýjar

Það var notaleg stund og skemmtileg í Eldheimum í haust þegar þeir félagar, Guðni Einarsson og Ólafur Gränz kynntu bók sína, Óli Gränz, vegalega bók þar sem ævi Óla er rakin í stuttum sögum að hætti Eyjamanna. Skemmtilegur upptaktur áður en lestur hófst á ótrúlegri ævi Óla sem upp úr fermingu tók á sig byrðar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.