Pavel fer frá Eyjum til Ísraels

Pavel Miskevich sem varið hefur mark ÍBV undanfarin ár hefur ákveðið að yfirgefa klúbbinn og halda af landi brott. Næsti viðkomustaður hans er Ísrael þar sem hann hefur samið við HC Holon. Í tilkynningu á facebook-síðu ÍBV segir að Pavel hafi verið 25 ára gamall þegar hann kom til ÍBV í janúar árið 2023 frá […]
Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag

Einn ástsælasti knattspyrnumaður þjóðarinnar, Ásgeir Sigurvinsson fagnar í dag sjötugs afmæli. Ásgeir fæddist 8. maí árið 1955 í Vestmannaeyjum. Hann hóf ferilinn með ÍBV og lék á meginlandi Evrópu með liðunum Standard Liège, Bayern München og VfB Stuttgart. Hann varð Þýskalandsmeistari með Stuttgart árið 1984 og bikarmeistari með Bayern árið 1982. Einnig vann hann bikartitla […]
„Fín veiði og kvótavæn blanda”

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í heimahöfn í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Jón Valgeirsson skipstjóri sagði í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að veiðin hefði verið mjög góð. „Við byrjuðum á að taka tvö hol á Ingólfshöfða og þar fékkst blandaður afli en síðan var haldið á Skerbleyðuna út af Hornafirði. Þar var fín veiði og kvótavæn […]
Minna Ágústsdóttir um Mey ráðstefnuna: „Gleðin var einstök“

Kvennaráðstefnan Mey fór fram í Sagnheimum fyrir fullum sal kvenna þann 5. apríl síðastliðinn. Markmið ráðstefnunnar er að sameina konur, styrkja, gleðja og valdefla. Þrír ólíkir fyrirlesarar stigu á svið yfir daginn og fjölluðu um fjölbreytt og áhugaverð málefni. Minna Ágústsdóttir, forstöðukona Visku, stendur að baki ráðstefnunnar. Minna svaraði nokkrum spurningum fyrir Eyjafréttir. Fullt nafn: […]
Vill einstefnu frá Tangagötu að Básaskersbryggju

Dóra Björk Gunnarsdóttir fyrir hönd Vestmannaeyjahafnar lagði fram – á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs – til kynningar tillögu að tilraunaverkefni þar sem einstefna yrði frá Tangagötu að Básaskersbryggju við smábátahöfn. Tillagan er til þess fallin að bæta umferðaröryggi við Vigtartorg samhliða aukinni þjónustu við skemmtiferðaskip og ferðamenn á torginu. Í skýringum með tillögunni segir […]
Um 23 þúsund tonn af kolmunna á land í Eyjum

Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar segir í samtali við Eyjafréttir að Vinnslustöðin hafi farið aftur af stað í kolmunna í byrjun apríl. „Síðan þá hafa veiðarnar gengið mjög vel og Gullberg var að klára að landa þriðja farminum í síðustu viku.” Þegar við heyrðum í Sindra í lok síðustu viku var Huginn í sínum þriðja […]
Heimaey VE seld til Noregs

Ísfélag hf. hefur selt Heimaey VE til norska félagsins Andrea L AS. Skipið mun halda í síðasta sinn úr heimahöfn í Eyjum í kvöld. Áfangastaðurinn er Maloy en þar verður skipið afhent norskum kaupendum í næstu viku. Heimaey var smíðuð fyrir Ísfélagið og var afhent félaginu árið 2012. Skipið var smíðað í skipasmíðastöðinni Asmar í […]
„Menn vilja spara þorskinn”

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum á laugardaginn og systurskipið Vestmannaey VE landaði þar einnig fullfermi í fyrradag. Bæði skip lögðu áherslu á ýsuveiði, segir í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, lét vel af túrnum. „Við tókum aflann á Víkinni og þetta var mest ýsa en töluvert af þorski með. […]
Aglow í Stafkirkjunni í dag

Gleðilegt sumar! Aglow samveran verður með öðru sniði núna, í dag 7. maí ætlum við að koma saman í Stafkirkjunni kl. 17.00 og eiga góða stund. Við munum syngja saman, Kitty og konur úr kirkjukór Landakirkju munu leiða okkur í söng . Við ætlum biðja fyrir bæjarfélaginu, málefnum landsins og blessa hvert annað út í […]
ÍBV fær Gróttu í heimsókn

Fyrsti leikur 2. umferðar Lengjudeildar kvenna fer fram í dag. Það er viðureign ÍBV og Gróttu. Liðin mættust ekki alls fyrir löngu, þá í bikarnum. Eyjaliðið vann þá öruggann sigur. Bæði þessi lið töpuðu í fyrstu umferð. Grótta á heimavelli gegn HK og ÍBV á útivelli gegn sameiginlegu liði Grindavík og Njarðvík. Leikurinn í kvöld […]