Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands

Samstarfssamningur milli Vestmannaeyjabæjar og Markaðsstofu Suðurlands var lagður fram til kynningar á fundi bæjarráðs, en bæjarráð samþykkti þann 12. desember sl. að ganga formlega til samstarfs við Markaðsstofuna. Með samningnum tekur Vestmannaeyjabær þátt í sameiginlegu markaðsstarfi fyrir Suðurland sem áfangastað. Þetta kemur fram á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Markaðsstofa Suðurlands (MSS) er samvinnuvettvangur ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja […]

Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja

Íþróttamaður ársins, 2025 var valinn nú fyrr í kvöld af Íþróttabandalagi Vestmannaeyja. Heiðurinn hlaut Alex Freyr Hilmarsson, knattspyrnumaður ÍBV, fyrir framúrskarandi árangur á síðasta ári. Íþróttafólk æskunnar  var einnig valið, þar voru valin Tanja Harðardóttir í flokki yngri iðkenda í handbolta og fótbolta og Elís Þór Aðalsteinsson í flokki eldri iðkenda í handbolta. Einnig voru […]

Tvíþætt staða orkuskipta

Vinnslustöðin fjallar um orkuskipti í fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins á vefsíðu sinni í dag. Greinin dregur fram að málið sé tvíþætt. Annars vegar styrkja nýir rafstrengir afhendingaröryggi rafmagns, en hins vegar getur núverandi gjaldtaka á raforkuflutningi unnið gegn orkuskiptum. Greinina má lesa í heild sinni hér að neðan. Orkuskipti í fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar Undanfarna daga hefur verið mikil […]

Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda

Skúli Bragi Geirdal og Haukur Brynjarsson frá Netvís verða með fræðsluerindi um netöryggi fyrir foreldra og forráðamenn barna í 1.–10. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja ásamt foreldra framhaldskólanemenda. Fræðslan sem átti upphaflega að fara fram í desember sl. var frestað og fer því fram í dag, 22. janúar kl. 17.30 í sal Framhaldsskólans Á erindinu verður fjallað […]

Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd

Vestmannaeyjabær hefur ákveðið að framlengja áskriftarkort í sundlauginni um þrjá mánuði vegna tafa á framkvæmdum við innilaugina. Framkvæmdir hafa tekið lengri tíma en áætlað var og hefur því verið ákveðið að koma til móts þá sem eiga árskort í sundlaugina. Framlengingin fer sjálfkrafa fram og þurfa korthafar því ekki að aðhafast neitt. Lengri gildistími ætti […]

Eyjarnar landa fyrir austan

Eyjarnar 20250826 081915

Ísfisktogarinn Jóhanna Gísladóttir GK hefur landað í tvígang á Grundarfirði síðustu dagana og Vestmannaeyjaskipin Vestmannaey VE og Bergey VE eru að landa í Neskaupstað í dag eftir stuttan túr, að því er segir í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. Þer er rætt við Einar Ólaf Ágústsson skipstjóra á Jóhönnu Gísladóttur og spurði um aflabrögð […]

Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun

Föstudaginn 23. janúar minnumst við þess að 53 ár eru síðan eldgos hófst á Heimaey. Því er við hæfi að opna sýninguna Geological Rhapsody í Sagnheimum sem fjallar um tilvist og veru manns á eldfjallaeyjum. Sýningin opnar klukkan 17:00 og er samstarfverkefni japanskra og íslenskra listamanna. Sýningin hefur það markmið að kanna hvernig jarðfræðileg virkni mótar mannlega sýn, hegðun […]

Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur samþykkt að breyta verklagi við úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. Helsta breytingin felst í því að fækka úthlutunum sjóðsins úr tveimur á ári í eina. Um er að ræða tilraunaverkefni til næstu tveggja ára sem miðar að því að efla faglegan stuðning við umsækjendur og tryggja skilvirkari nýtingu fjármuna. Á 632. […]

Íþróttahátíð ÍBV í kvöld

Íþróttahátíð 2025

Í kvöld stendur til að heiðra íþróttafólk Vestmannaeyja fyrir liðið ár en Íþróttabandalag Vestmannaeyja hefur boðað til íþróttahátíðar þar sem verðlaunaafhending fer fram. Samkvæmt upplýsingum á vef ÍBV er hátíðin haldin til að fagna og þakka þeim einstaklingum og liðum sem hafa skarað fram úr í íþróttum á liðnu ári. Þar verða meðal annars veittar […]

Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur fengið til kynningar samanburð á niðurgreiðslu heimsends matar hjá sveitarfélögum landsins. Samkvæmt minnisblaði framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs er niðurgreiðsla Vestmannaeyjabæjar um 53%, sem er hærra hlutfall en hjá mörgum öðrum sveitarfélögum sem skoðuð voru. Málið var tekið fyrir sem framhald af umræðu á fundi bæjarráðs í desember, þar sem óskað var eftir slíkum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.