Stórleikur í Eyjum – toppslagur ÍBV og Vals

Í dag kl. 14:00 fer fram stærsti leikur tímabilsins til þessa í Olísdeild kvenna þegar ÍBV tekur á móti Val í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Þar mætast tvö sterkustu lið deildarinnar í hreinum toppslag. Liðin eru jöfn á toppnum með 22 stig eftir 13 umferðir. Valur trónir á toppnum með markatöluna 405–304 (+101) á meðan ÍBV hefur […]

Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum

Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum samþykkti á fjölmennum fundi í gærkvöld að viðhafa prófkjör við röðun á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Um 60 manns tóku þátt í ákvörðuninni. Á fundinum var tekin ákvörðun um hvaða aðferð yrði notuð við röðun listans og varð niðurstaðan sú að fara sömu leið og í síðustu kosningum og halda […]

Vara við áhrifum samgönguáætlunar

20240208 143025 Hofn Snjokoma Lagf

Samgönguáætlun fyrir árin 2026–2030 var kynnt á Alþingi í vikunni. Í kjölfar umfjöllunar málsins í framkvæmda- og hafnarráði Vestmannaeyja hefur bæjarstjórn Vestmannaeyja átt fundi með þingmönnum Suðurkjördæmisins og komið á framfæri athugasemdum sem lúta sérstaklega að stöðu og framtíð hafnarmála í bæjarfélaginu. Í umfjöllun ráðsins var lögð sérstök áhersla á þá þætti samgönguáætlunarinnar sem snúa […]

Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins

„Það voru bjartsýnir Eyjamenn sem horfðu fram á veginn við áramót 1972 til 1973. Sjórinn hafði þá verið gjafmildur og einnig kaupendur fisksins. Í nýrri og enn stærri landhelgi, þá nýstækkaðri úr 12 sjómílum í 50, höfðu Vestmanneyingar veitt vel. Árið 1972 áttu Vestmanneyingar 8,4% af útflutningsverðmæti landsmanna. Nóg atvinna var í plássinu og íbúarnir aldrei verið fleiri, eða […]

Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands

Samstarfssamningur milli Vestmannaeyjabæjar og Markaðsstofu Suðurlands var lagður fram til kynningar á fundi bæjarráðs, en bæjarráð samþykkti þann 12. desember sl. að ganga formlega til samstarfs við Markaðsstofuna. Með samningnum tekur Vestmannaeyjabær þátt í sameiginlegu markaðsstarfi fyrir Suðurland sem áfangastað. Þetta kemur fram á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Markaðsstofa Suðurlands (MSS) er samvinnuvettvangur ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja […]

Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja

Íþróttamaður ársins, 2025 var valinn nú fyrr í kvöld af Íþróttabandalagi Vestmannaeyja. Heiðurinn hlaut Alex Freyr Hilmarsson, knattspyrnumaður ÍBV, fyrir framúrskarandi árangur á síðasta ári. Íþróttafólk æskunnar  var einnig valið, þar voru valin Tanja Harðardóttir í flokki yngri iðkenda í handbolta og fótbolta og Elís Þór Aðalsteinsson í flokki eldri iðkenda í handbolta. Einnig voru […]

Tvíþætt staða orkuskipta

Vinnslustöðin fjallar um orkuskipti í fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins á vefsíðu sinni í dag. Greinin dregur fram að málið sé tvíþætt. Annars vegar styrkja nýir rafstrengir afhendingaröryggi rafmagns, en hins vegar getur núverandi gjaldtaka á raforkuflutningi unnið gegn orkuskiptum. Greinina má lesa í heild sinni hér að neðan. Orkuskipti í fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar Undanfarna daga hefur verið mikil […]

Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda

Skúli Bragi Geirdal og Haukur Brynjarsson frá Netvís verða með fræðsluerindi um netöryggi fyrir foreldra og forráðamenn barna í 1.–10. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja ásamt foreldra framhaldskólanemenda. Fræðslan sem átti upphaflega að fara fram í desember sl. var frestað og fer því fram í dag, 22. janúar kl. 17.30 í sal Framhaldsskólans Á erindinu verður fjallað […]

Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd

Vestmannaeyjabær hefur ákveðið að framlengja áskriftarkort í sundlauginni um þrjá mánuði vegna tafa á framkvæmdum við innilaugina. Framkvæmdir hafa tekið lengri tíma en áætlað var og hefur því verið ákveðið að koma til móts þá sem eiga árskort í sundlaugina. Framlengingin fer sjálfkrafa fram og þurfa korthafar því ekki að aðhafast neitt. Lengri gildistími ætti […]

Eyjarnar landa fyrir austan

Eyjarnar 20250826 081915

Ísfisktogarinn Jóhanna Gísladóttir GK hefur landað í tvígang á Grundarfirði síðustu dagana og Vestmannaeyjaskipin Vestmannaey VE og Bergey VE eru að landa í Neskaupstað í dag eftir stuttan túr, að því er segir í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. Þer er rætt við Einar Ólaf Ágústsson skipstjóra á Jóhönnu Gísladóttur og spurði um aflabrögð […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.