Eyjamenn töpuðu gegn FH

Karlalið ÍBV í handbolta tapaði gegn FH, í 14. umferð Olís deildar karla í Eyjum fyrr í kvöld. Eyjamenn voru sterkari á upphafs mínútum leiksins. Þeir komust í 4:1 eftir fimm mínútna leik og voru komnir með fimm marka forystu, 10:5, eftir stundarfjórðung. FH ingar náðu að minnka muninn og staðan 15:13 í hálfleik. Eyjamenn […]

Andri bar sigur úr býtum í Jólalagakeppni Rásar 2

Tónlistarmaðurinn og eyjamaðurinn Andri Eyvinds bar sigur úr býtum í Jólalagakeppni Rásar 2 í ár með laginu Bakvið ljósin. Lagið, sem hann samdi sjálfur, fangar þá tilfinningu að hátíðarnar séu ekki endilega léttar fyrir alla, þvert á móti geti þessi tími ýft upp erfiðar tilfinningar hjá mörgum. Andri fékk verðlaunin afhent í Popplandi á Rás […]

Fanndís Friðriksdóttir hætt í fótbolta

Eyjakonan Fanndís Friðriksdóttir, fótboltakona og fyrrum landsliðskona, hefur lagt skóna á hilluna. Hún tilkynnti það á instagram síðu sinni fyrr í dag.  Fanndís, sem er 35 ára, ólst upp í Vestmannaeyjum og spilaði upp alla yngri flokka ÍBV. Hún hóf meistaflokks ferillinn með Breiðablik og hefur verið ein fremsta fótboltakona landsins í mörg ár. Hér […]

Eyjarnar landa á Austfjörðum

Ísfisktogararnir í Síldarvinnslusamstæðunni hafa verið að veiðum austur af landinu að undanförnu. Rætt er við skipstjórana á fréttasíðu Síldarvinnslunnar í dag. Fyrst var haft samband við Einar Ólaf Ágústsson á Jóhönnu Gísladóttur GK þegar skipið var að landa á Djúpavogi sl. sunnudag. „Við erum með fullfermi núna og það er mest þorskur og ýsa. Aflann […]

Lítið dýpi í Landeyjahöfn

landeyjah_her_nyr

Eftir siglingu Herjólfs til Landeyjahafnar í morgun er ljóst að dýpi í höfninni er of lítið til að hægt sé að halda uppi siglingum til og frá Landeyjahöfn nema við kjöraðstæður. Á myndinni hér fyrir neðan sést dýpið í höfninni. Herjólfur mun því sigla til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt. Brottför frá Vestmannaeyjum verður […]

Fjórir seiðaskammtar komnir í ræktun hjá Laxey

Laxey Staff Fb

Rúmt ár er nú liðið síðan fyrsti skammtur af seiðum var fluttur í áframeldi í Viðlagafjöru og hefur ræktunin aukist jafnt og þétt á þeim tíma. Síðan þá hafa þrír hópar bæst við og eru nú alls fjórir seiðaskammtar í eldi, auk þess sem vinnsla er hafin. Samkvæmt upplýsingum sem Laxey birtir á Facebook-síðu sinni […]

Raforkuverð gæti þrefaldast hjá Herjólfi

HS Veitur hafa tilkynnt Herjólfi ohf. að Landsnet hyggist færa félagið af taxta fyrir ótrygga orku yfir á forgangstaxta, þar sem tveir rafstrengir til Vestmannaeyja eru nú komnir í gagnið. Slík breyting myndi þýða verulega hækkun á raforkuverði fyrir rekstur ferjunnar; úr 4,49 krónum á kWst í 16,13 krónur á kWst. Í fundargerð stjórnar Herjólfs […]

Gular viðvaranir gefnar út

Gul Vidv 101225

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á eftirtöldum svæðum: Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Suðausturland, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra. Á Suðurlandi tekur viðv-runin gildi í fyrramálið kl. 06:00 og gildir til kl. 12:00. Í viðvörunarorðum segir: Austan 15-25 m/s og vindhviður staðbundið yfir 35 m/s, hvassast syðst á svæðinu. Varasamt ferðaveður. Suðurland […]

Ein ferð til Landeyjahafnar fyrir hádegi

Herjólfur mun sigla eina ferð til Landeyjahafnar fyrir hádegi í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum verður kl. 07:00 og brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:45. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að ferðir dagsins kl. 08:15, 09:30, 12:00, 13:15, 14:30 og 15:45 falli niður. Á þessum árstíma er ávallt hætta á færslu […]

ÍBV tekur á móti FH 

ÍBV fær FH í heimsókn í kvöld þegar liðin mætast í 14. umferð Olísdeildar karla í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og má búast við góðri stemningu í húsinu þar sem bæði lið eru í hörkubaráttu um mikilvæg stig fyrir jólafrí deildarinnar. Um er að ræða fyrsta leik kvöldsins í umferðinni, en þétt dagskrá […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.