Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja átti fund með Jóhanni Páli Jóhannssyni, orkumálaráðherra nýverið þar sem farið var yfir hækkun flutningskostnaðar raforku til Eyja, áhrif á orkuskipti og stöðu húshitunarkostnaðar. Unnið er að endurskoðun gjaldskrár og lagabreytingum sem geta haft veruleg áhrif fyrir heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Hækkun flutningskostnaðar raforku Á fundinum var staðan varðandi hækkun […]
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs

Dagvistunarmál voru til umræðu á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja eftir að opið bréf barst frá foreldrum leikskólabarna. Í kjölfarið funduðu bæjarstjóri og deildarstjóri fræðslu- og uppeldismála með foreldrum þar sem farið var yfir áhyggjur þeirra af tekjuviðmiðum heimgreiðslna og stöðu biðlista á leikskólum bæjarins. Í bréfinu komu fram áhyggjur af stöðu dagvistunarmála og framtíðarskipulagi leikskólainntöku í […]
Veit Inga hvað hún syngur?

Byrjum á að slá þessu föstu: Það er enginn málaflokkur þýðingarmeir í íslensku samfélagi en uppvöxtur, þroski og menntun barnanna okkar. Það er alveg sama hvað okkur tekst vel til á öðrum sviðum – ef okkur mistekst þarna er allt annað unnið fyrir gýg . Í mikilvægi fyrir þjóðina og framtíð hennar trompar þessi málflokkur […]
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný

Inngangur norðan megin við sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum hefur verið opnaður á ný eftir lokun sem stóð yfir í nokkra mánuði vegna framkvæmda. Á þeim tíma var planið við innganginn malbikað og skipt um lagnir. Inngangurinn norðan megin veitir aðgang að annarri og þriðju hæð sjúkrahússins. Á annarri hæð eru lyflækningar og dagdeild/göngudeild og á þriðju […]
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun

Um þessar mundir stendur yfir skoðanakönnun meðal íbúa í Vestmannaeyjum þar sem meðal annars er spurt um viðhorf til bæjarstjóra og hugsanlegt kosningaval ef kosið yrði til bæjarstjórnar. Spurt sérstaklega um störf bæjarstjóra Samkvæmt heimildum Eyjafrétta eru í könnuninni tvær spurningar sem beinast sérstaklega að störfum Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja. Annars vegar er spurt hvort […]
Vinnustofur í stað líkamsræktar?

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar var tekið fyrir erindi vegna umsóknar um byggingarleyfi fyrir húsnæði að Strandvegi 65. Félagið SV65 ehf. sótti um leyfi til breyttrar notkunar á 2. og 3. hæð hússins. Þar var áður líkamsræktarstöð, en fyrirhugað er að breyta rýmunum í níu vinnustofur. Gengið verður inn í vinnustofurnar um stiga frá 1. hæð. […]
Glacier Guys með nýtt föstudagslag

Hannes Gústafsson, Friðrik Már Sigurðsson og Theodór Sigurbjörnsson, betur þekktir sem Glacier Guys, hafa sent frá sér nýtt föstudagslag í föstudagsfiðringnum sínum. Strákarnir deildu myndbandi af laginu á Facebook í dag þar sem þeir voru hressir og kátir – og ekki síst þakklátir fyrir þann stuðning sem þau hafa notið: „Föstudagsfiðringur í dag hjá peyjunum, […]
„Úttroðinn af loðnu”

Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu báðir nánast fullfermi í byrjun vikunnar. Vestmannaey landaði á mánudag á Akureyri en Bergey á þriðjudag í heimahöfn. Rætt er við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar og eru þeir spurði frétta af aflabrögðum. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, sagði að veitt hefði verið fyrir austan land. „Við byrjuðum […]
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár

Fréttapýramídarnir voru afhentir í dag fyrir nýliðið ár við hátíðlega athöfn. Með viðurkenningunum heiðra Eyjafréttir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir í Vestmannaeyjum sem hafa lagt samfélaginu mikilvægt og eftirtektarvert lið á sínu sviði. Framlag til íþrótta Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona, hlaut Fréttapýramídann 2026 fyrir framlag sitt til íþrótta. Margrét Lára hefur markað djúp spor í íslenska […]
Karlar hvattir til að sýna handverk

Í tilefni af bóndadags og upphafi Þorra verður haldinn handverksdagur karla í Safnahúsinu í Vestmannaeyjum laugardaginn 24. janúar. Markmiðið með deginum er að heiðra og varpa ljósi á fjölbreytt handverk karla í bænum. Leitað er eftir þátttakendum sem vilja sýna handverk sitt og jafnframt hafa tækifæri til að selja afurðir sínar á staðnum. Þeir sem […]