ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val

Kvennalið ÍBV í handbolta tapaði gegn Val í 14. umferð Olís deildar kvenna, í Eyjum í dag. Um var að ræða algjöran toppslag deildarinnar en fyrir leikinn voru bæði lið með 22 stig í fyrsta og öðru sæti deildarinnar. Valskonur byrjuðu leikinn betur og komust í 0:2 á upphafs mínútum leiksins. Jafnræði var með liðunum […]

Handverksmenn sýna í Einarsstofu

Í dag er sýning á verkum fjögurra handverksmanna í Einarsstofu í Safnahúsi. Fjölbreytt sýning og skemmtileg og þar er hægt kaupa fallega hluti. Þeir eru Kristmann Kristmannsson múrarameistari, séra Viðar Stefánsson prestur Landakirkju, Daníel Örn Virknir Jóhannesson gullsmiður og Viktor Þór Reynisson. Daníel Örn og Viktor Þór eru báðir fæddir og uppaldir í Vestmannaeyjum og fluttir […]

Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi

DSC_1121

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt að skipa samninganefnd til að fara yfir samning um rekstur Herjólfs við Vegagerðina. Málið kom til umræðu í bæjarstjórn í kjölfar fundar bæjarráðs með Vegagerðinni vegna óskar sveitarfélagsins um framlengingu á gildandi samningi. Samkvæmt 9. grein samningsins óskaði Vestmannaeyjabær eftir framlengingu hans. Vegagerðin taldi sig hins vegar ekki geta orðið við […]

Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar

Fréttapýramídar Eyjafrétta voru afhentir nýverið við hátíðlega athöfn. Með viðurkenningunum heiðra Eyjafréttir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir í Vestmannaeyjum sem hafa lagt samfélaginu mikilvægt og eftirtektarvert lið á sínu sviði. Laxey var valið fyrirtæki ársins. Á örfáum árum hefur Laxey farið frá hugmynd að fullburða rekstri. Samstarf Daða Pálssonar og Hallgríms Steinssonar, sem hófst með óformlegu […]

Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu

höfn_yfir_0324_hbh_fb

Athuganir standa nú yfir á því hvort Vestmannaeyjahöfn geti orðið ein af lykilhöfnum landsins fyrir uppbyggingu fóðurframleiðslu fyrir fiskeldi. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja, þar sem farið var yfir stöðu vinnu sem tengist mögulegri uppbyggingu stórskipakants í höfninni. Hafnarstjóri og framkvæmdastjóri sviðsins hafa verið í samskiptum við Mar Advisors, […]

Stórleikur í Eyjum – toppslagur ÍBV og Vals

Í dag kl. 14:00 fer fram stærsti leikur tímabilsins til þessa í Olísdeild kvenna þegar ÍBV tekur á móti Val í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Þar mætast tvö sterkustu lið deildarinnar í hreinum toppslag. Liðin eru jöfn á toppnum með 22 stig eftir 13 umferðir. Valur trónir á toppnum með markatöluna 405–304 (+101) á meðan ÍBV hefur […]

Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum

Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum samþykkti á fjölmennum fundi í gærkvöld að viðhafa prófkjör við röðun á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Um 60 manns tóku þátt í ákvörðuninni. Á fundinum var tekin ákvörðun um hvaða aðferð yrði notuð við röðun listans og varð niðurstaðan sú að fara sömu leið og í síðustu kosningum og halda […]

Vara við áhrifum samgönguáætlunar

20240208 143025 Hofn Snjokoma Lagf

Samgönguáætlun fyrir árin 2026–2030 var kynnt á Alþingi í vikunni. Í kjölfar umfjöllunar málsins í framkvæmda- og hafnarráði Vestmannaeyja hefur bæjarstjórn Vestmannaeyja átt fundi með þingmönnum Suðurkjördæmisins og komið á framfæri athugasemdum sem lúta sérstaklega að stöðu og framtíð hafnarmála í bæjarfélaginu. Í umfjöllun ráðsins var lögð sérstök áhersla á þá þætti samgönguáætlunarinnar sem snúa […]

Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins

„Það voru bjartsýnir Eyjamenn sem horfðu fram á veginn við áramót 1972 til 1973. Sjórinn hafði þá verið gjafmildur og einnig kaupendur fisksins. Í nýrri og enn stærri landhelgi, þá nýstækkaðri úr 12 sjómílum í 50, höfðu Vestmanneyingar veitt vel. Árið 1972 áttu Vestmanneyingar 8,4% af útflutningsverðmæti landsmanna. Nóg atvinna var í plássinu og íbúarnir aldrei verið fleiri, eða […]

Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands

Samstarfssamningur milli Vestmannaeyjabæjar og Markaðsstofu Suðurlands var lagður fram til kynningar á fundi bæjarráðs, en bæjarráð samþykkti þann 12. desember sl. að ganga formlega til samstarfs við Markaðsstofuna. Með samningnum tekur Vestmannaeyjabær þátt í sameiginlegu markaðsstarfi fyrir Suðurland sem áfangastað. Þetta kemur fram á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Markaðsstofa Suðurlands (MSS) er samvinnuvettvangur ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.