Ein ferð í Landeyjahöfn

24 DSC 4724

Herjólfur mun sigla eina ferð til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag, en ófært hefur verið undanfarna daga í Landeyjahöfn. Brottför frá Vestmannaeyjum er áætluð kl. 17:00 og brottför frá Landeyjahöfn kl. 20:45. Aðrar ferðir dagsins falla niður. Verði breytingar á áætlun verður greint frá þeim um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir. Á þessum árstíma er […]

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál

ithrottam

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur farið yfir drög að útboðsauglýsingu og valforsendum vegna uppbyggingar og reksturs heilsuræktar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Í kjölfarið var samþykkt að klára vinnu við útboðsgögn og auglýsa verkefnið á ný. Úrskurður kærunefndar útboðsmála Þann 17. desember sl. kvað kærunefnd útboðsmála upp úrskurð í kærumáli sem varð til í kjölfar útboðs Vestmannaeyjabæjar vegna uppbyggingar […]

Góður mánudagur sem varð enn betri!

lotto

Mánudagsmorgun byrjaði með sérstakri gleði þegar tveir miðaeigendur fengu símtal um að þeir hefðu unnið fyrsta vinning í Lottóinu eftir sexfalda pottinn á laugardagskvöld. Fá þeir rúmar 67 skattfrjálsar milljónir hvor um sig og eiga það sameiginlegt að hafa keypt miðana sína í Lottóappinu. Sá fyrri til að fá símtalið hafði kíkt í appið um […]

Fimm skip til loðnuleitar

Loðnuleit er nú að hefjast af fullri alvöru og taka alls fimm skip þátt í henni. Um er að ræða hafrannsóknaskipin Árna Friðriksson og Þórunni Þórðardóttur auk veiðiskipanna Barða NK, Heimaey VE og Polar Ammassak. Rætt er við Theodór Haraldsson, skipstjóra á Barða á vefsíðu Síldarvinnslunnar og er hann spurður nánar út í fyrirhugaða leit. […]

Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð

Breki VE 61, togari Vinnslustöðvarinnar, landaði í Grundarfirði síðastliðinn mánudag. Aflinn var 550 kör, sem telst fullfermi, eftir sex daga veiðiferð. Breki var á Vestfjarðamiðum í blönduðum afla; þorski, gullkarfa, ýsu og ufsa, auk annarra tegunda. Aflinn fór í ýmsar áttir. Til Vestmannaeyja og Hafnarfjarðar í vinnslu, á ferskfiskmarkaði í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi, auk […]

Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans

Á síðustu misserum hefur færst í vöxt að fólk stundi slökun, hugleiðslu og núvitund, sem og aðrar leiðir til að hlúa að andlegri og líkamlegri vellíðan. Kristín Ósk Óskarsdóttir er ein þeirra sem leggur mikla áherslu á hugleiðslu og hefur vakið athygli fyrir gong slökunartíma sína, þar sem hún sameinar tónheilun, reikiheilun og djúpa slökun […]

Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun

herj_innsigling_horgeyrargard_tms_cr (1)

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði ásamt bæjarfulltrúum með þingmönnum Suðurkjördæmi í liðinni viku til að ræða samgönguáætlun sem ráðherra hefur kynnt en ekki enn verið mælt fyrir á Alþingi. Bæjarráð lýsti áhyggjum af samgönguáætluninni í heild sinni eins og hún snýr að Vestmannaeyjum og setti fram meðal annars gagnrýni á áætlaða skerðingu framlaga til reksturs ferja og […]

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands

Íslenska landsliðið vann stórsigur gegn Póllandi í öðrum leik sínum á Evrópumóti karla í handbolta sem fór fram í Kristianstad í Svíþjóð í dag.  Íslenska liðið byrjaði leikinn frekar hægt og var jafnræði með liðunum framan af. Þegar um það bil fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik komst Ísland þremur mörkum yfir, 11:8. Staðan […]

Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun

Herjólfur hefur gefið út að í dag og á morgun, 18. og 19. janúar verði siglt til Þorlákshafnar. Brottför frá Vestmannaeyjum : 07.00 og 16.00 Brottför frá Þorlákshöfn : 10.45 og 19.45 Farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á að þeir þurfa að koma með sinn eiginn búnað. Á þessum árstíma […]

Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja átti fund með Jóhanni Páli Jóhannssyni, orkumálaráðherra nýverið þar sem farið var yfir hækkun flutningskostnaðar raforku til Eyja, áhrif á orkuskipti og stöðu húshitunarkostnaðar. Unnið er að endurskoðun gjaldskrár og lagabreytingum sem geta haft veruleg áhrif fyrir heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Hækkun flutningskostnaðar raforku Á fundinum var staðan varðandi hækkun […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.