Óli Gränz – Falleg bók og skemmtileg sem hlýjar

Það var notaleg stund og skemmtileg í Eldheimum í haust þegar þeir félagar, Guðni Einarsson og Ólafur Gränz kynntu bók sína, Óli Gränz, vegalega bók þar sem ævi Óla er rakin í stuttum sögum að hætti Eyjamanna. Skemmtilegur upptaktur áður en lestur hófst á ótrúlegri ævi Óla sem upp úr fermingu tók á sig byrðar […]
Ný menningarstefna í vinnslu

Um þessar mundir fer fram vinna við gerð menningarstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ. Fyrr á árinu var skipaður starfshópur sem í sitja Gígja Óskarsdóttir safnstjóri Sagnheima, Kári Bjarnason forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja, Kristín Jóhannsdóttir safnstjóri Eldheima og Sigurhanna Friðþórsdóttir verkefnisstjóri. Vinnan gengur vel og stefnt er á að henni ljúki á fyrri hluta næsta árs. Tekin hafa verið […]
Revíuhefðin og Mzungu heilluðu gesti

Tveir rithöfundar buðu gestum á Bókasafninu upp á áhugaverðar bókakynningar sl. laugardag, þar sem bæði menningarsaga og nýskáldaðar frásagnir fengu að njóta sín. Silfuröld revíunnar – ný bók Unu Margrétar Jónsdóttur Una Margrét Jónsdóttir kynnti bókina Silfuröld revíunnar, þar sem hún rekur sögu íslensku revíunnar á tímabilinu 1957–2015. Í verkinu fjallar hún einnig um kabaretta, […]
Styrktargjöf Kiwanisklúbbsins Helgafells til Heimaeyjar

Kiwanisklúbburinn Helgafell hefur veitt Heimaey, vinnu- og hæfingarstöð, rausnarlega styrktargjöf. Í frétt á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar segir að fjárhæðin verði meðal annars nýtt til kaupa á ýmiss konar tækjum, auk aðstöðu- og vinnubúnaðar sem mun efla daglegt starf stöðvarinnar. Þá segir í fréttinni að Heimaey þakki Kiwanisklúbbnum Helgafelli innilega fyrir veglega styrkveitinguna. (meira…)
Laxey – Kafli 4: Vinnsla hafin

Það eru ákveðin augnablik í uppbyggingu fyrirtækis sem marka ekki bara framvindu, heldur einnig tímamót um að fyrirtækið sé komið á næsta stig í þróun og vexti. Fyrsta slátrunin hjá Laxey er einmitt slíkt augnablik. Eftir mikin undirbúning, hönnun, framleiðslu og þolinmæði er vinnslan komin af stað og með henni hefst nýr kafli í sögu […]
Stjórnkerfi og mannekla útskýra tafirnar

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, segir að tvær meginástæður liggi að baki því að sértæk frístundaþjónusta fyrir fötluð börn sé ekki komin í fullt og formlegt horf þrátt fyrir að rúmar tíu vikur séu liðnar af skólaárinu. Annars vegar hafi tekið tíma að fá formlega heimild fyrir rekstrinum í gegnum stjórnkerfið og hins […]
Ísland í milliriðil eftir stórsigur á Úrúgvæ

Íslenska kvennalandsliðið lék lokaleik sinn í C-riðli, gegn Úrúgvæ, á HM kvenna í handbolta í dag. Leikurinn var úrslitaleikur um hvort liðið færi áfram í milliriðil. Íslensku stelpurnar mættu beittar til leiks og tryggðu sér sæti í milliriðli með stórsigri. Lokatölur leiksins, 33-19. Eyjastelpurnar, Díana Dögg Magnúsdóttir, Elísa Elíasdóttir og Sandra Erlingsdóttir voru allar í […]
Andri Eyvindsson í úrslitum í Jólalagakeppni Rásar 2

Rás 2 auglýsti á dögunum eftir nýjum framlögum í hina árlegu Jólalagakeppnina þeirra og hefur nú verið tilkynnt hvaða fimm lög komast í úrslit. Eitt af lögunum sem hlutu úrslitasæti var lagið Bakvið ljósin eftir Eyjamanninn Andra Eyvinsson. Andri er lagahöfundur, trúbador og tónlistarkennari. Hann segir textann hafa tragískann undirtón en að sagan endi þó […]
Súrrealískt að mæta á Bessastaði

María Fönn Frostadóttir hefur haft í nógu að snúast upp á síðkastið og hefur heldur betur látið til sín taka. Maríu Fönn var afhent forsetamerki Bandalags íslenskra skáta á Bessastöðum í byrjun mánaðarins, sem er mikil viðurkenning fyrir hennar störf. Forsetamerkið byggir á kjarnagildum skátahreyfingarinnar, þar sem lögð er áhersla á persónulegan þroska og framlag […]
Biðlistar í leikskólum: Stefnt að frekari fjölgun leikskólarýma

Biðlistar hafa myndast á leikskólum Vestmannaeyjabæjar og að sögn Jóns Péturssonar, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs, er unnið markvisst að því að mæta eftirspurn. Inntaka leikskólabarna fer fyrst og fremst fram á haustin, og aftur í upphafi árs, og tókst bænum í september að taka inn öll börn sem voru orðin 12 mánaða þá, í samræmi […]