ÍBV með stórsigur á ÍR

Kvennalið ÍBV vann stórsigur á ÍR, í upphafsleik 11. umferðar Olís deild kvenna, í Eyjum í dag. Leikurinn var í járnum framan af og var staðan jöfn, 11:11 eftir 20 mínútur. Eyjakonur skoruðu fjögur mörk í röð á stuttum kafla og komust í 15:11. Eyjakonur leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 20:13. Eyjakonur voru með […]

Jólahúsið 2025 er að Búhamri 64

Jólahús Vestmannaeyja árið 2025 er að Búhamri 64. Lionsmenn afhentu viðurkenningu núna áðan, en það er Lionsklúbbur Vestmannaeyja í samstarfi við HS Veitur sem stendur að vali á Jólahúsinu ár hvert. Formaður Lionsklúbbs Vestmannaeyja, Sævar Þórsson, afhenti viðurkenninguna ásamt 30.000 króna inneign hjá HS Veitum til eigenda hússins, hjónanna Bjarna Sigurðssonar og Kristjönu Margrétar Harðardóttur. […]

Nýir raforkustrengir komnir í rekstur

Í dag var stigið stórt skref í raforkusögu Vestmannaeyja þegar Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 voru teknir í rekstur. Fram kemur í tilkynningu frá Landsneti að með tilkomu nýju strengjanna eykst afhendingaröryggi raforku til Vestmannaeyja og sjá nú þrír öflugir sæstrengir Vestmannaeyjum fyrir rafmagni. „Ég vil óska íbúum og fyrirtækjum í Vestmannaeyjum til hamingju með þennan […]

Gæti haft mikil áhrif á löndun og vinnslu

„Ég hef áhyggjur af því hvaða áhrif þessi samningur um makrílinn mun hafa á afkomu í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum og fyrir þjóðarbúið í heild sinni.“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri um nýgerðan samning við Bretland, Noreg og Færeyjar um skiptingu hlutdeildar í makríl. „Auðvitað er alltaf jákvætt að semja en ekki að fórna miklum hagsmunum við það. […]

Þakklæti og kveðjur í Ráðhúsinu – ellefu starfsmenn kvaddir

Í vikunni bauð Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, starfsfólki sem látið hefur af störfum á árinu vegna aldurs til samverustundar í Ráðhúsinu. Íris færði þeim lítinn þakklætisvott fyrir framlag þeirra til Vestmannaeyjabæjar og minntist hvers og eins með nokkrum orðum. Margir starfsmannanna höfðu starfað hjá bænum í áratugi og sinnt störfum sínum af alúð og fagmennsku, […]

Einn eitt áfallið í boði ríkisstjórnarinnar og ÞKG

„Mér finnst það mjög líklegt að makrílvertíðum sé lokið í Eyjum,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar um samning Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um makrílveiðar við Bretland, Noreg og Færeyjar um skiptingu hlutdeildar í makríl. Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélagsins tekur í sama streng. „Miðað við hlut Íslands árið 2026 eins og hann lítur út, bæði fyrir og eftir […]

Lengri opnunartími í aðdraganda jóla

Verslanir í Eyjum verða með lengri opnunartíma á næstu dögum í aðdraganda jóla til að koma til móts við íbúa og gesti bæjarins og auðvelda fólki jólainnkaupin áður en hátíðarnar ganga í garð. Ákveðnir dagar fram að jólum verða með lengri opnun og einnig verður opið um helgar. Opnunartímar verða sem hér segir: Fimmtudagur 18. […]

Íslensk knattspyrna í 45 ár

Bókin Íslensk knattspyrna 2025 eftir Víði Sigurðsson er komin út. Þetta er 45. árið sem bókin er gefin út en hún hefur komið út samfleytt frá árinu 1981. Sögur Útgáfa gefa út bókina sem er 304 blaðsíður í stóru broti og skreytt með um 450 myndum af leikmönnum og liðum. Í bókinni er sagt ítarlega […]

Arndís Atladóttir með íslenska þýðingu á jólalagi

Brottflutta Eyjakonan Arndís Atladóttir lauk nýverið við að þýða fallega jólalagið Home for Christmas yfir á íslensku. Þýðing hennar var skrifuð með Vestmannaeyjar í huga og fjallar um þá tilfinningu sem margir kannast við þegar komið er heim yfir jólin. Lagið er upphaflega eftir norsku söngkonuna og lagahöfundinn Maríu Mena og var samið fyrir Netflix-seríuna […]

Bókasafnið í íþróttahúsið – hvað felst í áformunum?

Í umræðu um þriggja ára fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar hefur vakið athygli áform um að færa bókasafn bæjarins í íþróttahúsið. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, segir hugmyndina vera hluta af langtímafjárfestingaáætlun bæjarins og unnið hafi verið að henni í þverpólitískum hópi á vegum bæjarráðs. „Þetta er hluti af vinnu vegna fjárfestinga næstu ára og þess vegna er verkefnið inni […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.