Arnar Breki framlengir við ÍBV

Eyjamaðurinn Arnar Breki Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV um þrjú ár. Frá þessu er greint í frétt á vefsíðu ÍBV. Arnar er 23 ára sóknarmaður sem hefur leikið í Vestmannaeyjum allan sinn feril, bæði með ÍBV og KFS. Þrátt fyrir ungan aldur hefur þessi frábæri og duglegi leikmaður leikið 140 leiki fyrir […]

Framúrskarandi fyrirtæki í Eyjum 2025 

„Það skiptir okkur hjá Creditinfo miklu máli að geta gert Framúrskarandi fyrirtækjum hátt undir höfði. Þetta eru stöðugustu fyrirtæki landsins sem leggja grunninn að kröftugu hagkerfi okkar Íslendinga. Það er einkar ánægjulegt að sjá hvað Vestmannaeyjar búa vel þegar kemur að öflugum fulltrúum á listanum í ár,” segir Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi.  Alls fengu […]

Góð afkoma á þriðja ársfjórðungi

Stebbi.isfelagjpg

Ísfélag hf. skilaði góðri afkomu á þriðja ársfjórðungi 2025. Skýrist það einkum af því að annars vegar gengu veiðar og vinnsla á makríl mjög vel og hins vegar aflaði Sólberg ÓF 1, frystitogari félagsins, vel á tímabilinu, að sögn Stefáns Friðrikssonar forstjóra. Heildarafli skipa Ísfélagsins á þriðja ársfjórðungi var 35.300 tonn, talsvert meiri en í […]

Óli Gränz – Falleg bók og skemmtileg sem hlýjar

Það var notaleg stund og skemmtileg í Eldheimum í haust þegar þeir félagar, Guðni Einarsson og Ólafur Gränz kynntu bók sína, Óli Gränz, vegalega bók þar sem ævi Óla er rakin í stuttum sögum að hætti Eyjamanna. Skemmtilegur upptaktur áður en lestur hófst á ótrúlegri ævi Óla sem upp úr fermingu tók á sig byrðar […]

Ný menningarstefna í vinnslu

Skolaludrasveit_2023_DSC_1546_ludrasv

Um þessar mundir fer fram vinna við gerð menningarstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ. Fyrr á árinu var skipaður starfshópur sem í sitja Gígja Óskarsdóttir safnstjóri Sagnheima, Kári Bjarnason forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja, Kristín Jóhannsdóttir safnstjóri Eldheima og Sigurhanna Friðþórsdóttir verkefnisstjóri. Vinnan gengur vel og stefnt er á að henni ljúki á fyrri hluta næsta árs. Tekin hafa verið […]

Revíuhefðin og Mzungu heilluðu gesti

Tveir rithöfundar buðu gestum á Bókasafninu upp á áhugaverðar bókakynningar sl. laugardag, þar sem bæði menningarsaga og nýskáldaðar frásagnir fengu að njóta sín. Silfuröld revíunnar – ný bók Unu Margrétar Jónsdóttur Una Margrét Jónsdóttir kynnti bókina Silfuröld revíunnar, þar sem hún rekur sögu íslensku revíunnar á tímabilinu 1957–2015. Í verkinu fjallar hún einnig um kabaretta, […]

Styrktargjöf Kiwanisklúbbsins Helgafells til Heimaeyjar

Kiwanis Gjof Vestm Is Cr

Kiwanisklúbburinn Helgafell hefur veitt Heimaey, vinnu- og hæfingarstöð, rausnarlega styrktargjöf. Í frétt á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar segir að fjárhæðin verði meðal annars nýtt til kaupa á ýmiss konar tækjum, auk aðstöðu- og vinnubúnaðar sem mun efla daglegt starf stöðvarinnar. Þá segir í fréttinni að Heimaey þakki Kiwanisklúbbnum Helgafelli innilega fyrir veglega styrkveitinguna. (meira…)

Laxey – Kafli 4: Vinnsla hafin

Screensh Laxey Vidlagafj 09225 Hbh

Það eru ákveðin augnablik í uppbyggingu fyrirtækis sem marka ekki bara framvindu, heldur einnig tímamót um að fyrirtækið sé komið á næsta stig í þróun og vexti. Fyrsta slátrunin hjá Laxey er einmitt slíkt augnablik. Eftir mikin undirbúning, hönnun, framleiðslu og þolinmæði er vinnslan komin af stað og með henni hefst nýr kafli í sögu […]

Stjórnkerfi og mannekla útskýra tafirnar

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, segir að tvær meginástæður liggi að baki því að sértæk frístundaþjónusta fyrir fötluð börn sé ekki komin í fullt og formlegt horf þrátt fyrir að rúmar tíu vikur séu liðnar af skólaárinu. Annars vegar hafi tekið tíma að fá formlega heimild fyrir rekstrinum í gegnum stjórnkerfið og hins […]

Ísland í milliriðil eftir stórsigur á Úrúgvæ

Íslenska kvennalandsliðið lék lokaleik sinn í C-riðli, gegn Úrúgvæ, á HM kvenna í handbolta í dag. Leikurinn var úrslitaleikur um hvort liðið færi áfram í milliriðil. Íslensku stelpurnar mættu beittar til leiks og tryggðu sér sæti í milliriðli með stórsigri. Lokatölur leiksins, 33-19.  Eyjastelpurnar, Díana Dögg Magnúsdóttir, Elísa Elíasdóttir og Sandra Erlingsdóttir voru allar í […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.