Felix framlengir

Felix Ibvsp

Eyjamaðurinn Felix Örn Friðriksson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV til loka árs 2027. Felix hefur einungis leikið fyrir eitt félag á Íslandi, ÍBV, en hann hefur leikið 239 skráða KSÍ leiki og þar af 116 í efstu deild. Felix var á tíma á samningi hjá danska úrvalsdeildarliðinu Vejle en þangað fór hann á […]

Vinningshafa vísað frá sölustað

Hann þurfti aðeins að hafa fyrir hlutunum rúmlega sjötugi maðurinn sem var einn með allar tölur réttar í Lottó um síðustu helgi. Hann keypti vinningsmiðann á N1 við Borgartún en lét athuga á öðrum sölustað, nokkrum dögum seinna, hvort vinningur leyndist á miðanum. Þegar Lottókassinn sendi frá sér vinnings-fagnaðarlætin sem alla spilara dreymir um að […]

Heimaey í dag

Skjask Hbh Solhlid 0924

Í dag fer Halldór B. Halldórsson með okkur um bæinn. Sýnir okkur m.a. hluta af byggingaframkvæmdum bæjarins auk annars sem fyrir augu bar í morgun. Sjón er sögu ríkari. (meira…)

Hermann Þór semur til loka árs 2027

Knattspyrnumaðurinn Hermann Þór Ragnarsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV til loka árs 2027, þessi frábæri sóknarmaður hefur leikið vel með ÍBV í sumar og á stóran þátt í því að liðið er í toppsæti Lengjudeildarinnar fyrir síðustu umferðina sem fram fer á laugardag. Hermann er 21 árs og eftir að hafa skorað 13 […]

Bæjarstjórnarfundur í beinni

bæjarstjórn_vestm

1609. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í dag, miðvikudag kl. 14:00 í fundarsal Ráðhúss Vestmannaeyja. Meðal þess sem er á dagskrá fundarins er umræða um samgöngumál og þjóðlendukröfur íslenska ríkisins, auk nokkurra mála úr fundargerðum. Horfa má á fundinn hér að neðan. Þar fyrir neðan má sjá alla dagskrá fundarins. Almenn erindi 1.  201212068 – […]

Öll kerfi í seiðaeldisstöð komin í gagnið

Seiðeldisstöð LAXEYJAR við Friðarhöfn er komin í fulla notkun. Hrognin koma ofan af landi og eru sett inn í klakskápa þar sem vatn flæðir um þau í lokuðu kerfi, til að tryggja að hámarks vatnsgæði. Þau klekjast fljótlega út og verða að kviðpokaseiðum. Í kviðpokanum er næring seiðanna og þegar hann klárast er komin tími […]

Unnið að fjárhagsáætlun

default

Ræddar voru forsendur fjárhagsáætlunar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2025 á síðasta fundi bæjarráðs, auk tímalínu vinnu við áætlunargerðina. Framundan eru vinnufundir í fagráðum og bæjarstjórn. Framkvæmdastjórar skila áætlunum um rekstur og viðhald til fjármálastjóra. Vinna stendur yfir við undirbúning áætlunarinnar. Í forsendum fjárhagsáætlunar er lagt upp með að útsvarsprósenta verði óbreytt á milli ára eða 14,91% […]

Skoða hvort leyft verði að geyma meiri makrílkvóta

Frétt úr Austurfrétt.is Matvælaráðuneytið hefur til skoðunar hvort gefin verði út sérstök heimild til að geyma meira en þau 15% sem samkvæmt reglugerð er leyft að flytja á milli ára af óveiddum makrílkvóta. Framundan í haust eru nýir samningafundir við nágrannaþjóðir um makrílveiðar. Samkvæmt tölum Fiskistofu er búið að veiða rúmlega 86.500 tonn af tæplega […]

Ráðherra leggur fram tillögur um breytingar á lögum um sjávarútveg

_DSC0433.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun leggja fram tillögur á komandi þingi að breytingum á lögum varðandi sjávarútveg. Breytingarnar byggja m.a. á þeim tillögum sem starfshópar verkefnisins Auðlindarinnar okkar lögðu fram í samráðsgátt stjórnvalda í nóvember árið 2023. Að auki er áformað að leggja fram tillögu til þingsályktunar um sjávarútvegsstefnu en drög stefnunnar hafa einnig verið […]

Ljóðleikar Þórhalls Barðasonar

Næstkomandi fimmtudagskvöld, 12. september kl. 20:00 í Einarsstofu mun Þórhallur Helgi Barðason bregða á leik ásamt hljómsveit, Karlakór, organista og tveimur atvinnu upplesurum. Lesið verður upp úr verkum Þórhalls, þar á meðal úr nýjustu bók hans: Um yfirvegaðan ofsa. Bókin verður til sölu á staðnum og verður árituð fyrir hálft orð. Þetta er útgáfu hóf. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.