Opnað fyrir úthlutun lóða á morgun

Hvítu tjöldin eru ómissandi hluti af Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og rís feiknar tjaldborg ár hvert í Dalnum. Eins og síðustu ár hefur úthlutun lóða farið fram rafrænt. Opnað verður fyrir lóðaumsóknir á morgun inn á dalurinn.is. Mikilvægt er að fylla út allar upplýsingar sem beðið er um og nauðsynlegt að vita nákvæma breidd á tjaldinu. […]

Tyrkjaganga – fyrsti hluti

Í dag bauð  Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum upp á dagskrá sem tengist Tyrkjaráninu 1627. Á þessu ári eru liðin 397 ár frá því að ræningjar frá Alsír komu hingað til Vestmannaeyja þar sem þeir rændu, rupluðu,  drápu 36 íbúa og tóku 242 manneskjur með sér á þrælamarkaði í Alsír. Þessir atburðir mörkuðu djúp spor í […]

Heimahöfn Eyjamanna á Facebook

Hópurinn Heimaklettur á Facebook telur nú tæplega 13.500 meðlimi eða rétt þrefalda íbúatölu Vestmannaeyja.  Flestir sem eru í hópnum búa á Íslandi en þar er einnig fólk sem býr erlendis og sumt langt í burtu eins og í Ástralíu. Hópurinn var stofnaður 18. júlí 2012 af Ólafi Guðmundssyni, sem oftast er kallaður Óli. Hann hefur […]

PBT, SZK og Ingi Bauer á Húkkaraballinu

Hið fræga Húkkaraball verður á sínum stað á fimmtudeginum fyrir Þjóðhátíð og er miðsalan hafin og í fullum gangi. Í ár verður ballið í portinu við Strandveg þann 1. ágúst frá 23:00 til 04:00. Dagskrá húkkaraballsins er ekki af verri endanum í ár en fram koma PBT, Issi, Gemil, SZK, Hugo og Nussun, Háski, Ingi […]

Eyjakonur á góðri siglingu

ÍBV vann sinn þriðja leik í röð þegar stelpurnar unnu ÍR, 3:0, á Hásteinsvelli í gærkvöldi. Na­talie Viggiano og Vikt­orija Zaicikova komust báðar á blað fyr­ir ÍBV eft­ir að Anna Bára Más­dótt­ir skoraði sjálfs­mark. ÍR er í neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig en ÍBV er í því fimmta með 16 stig. Staðan: L Mörk […]

Tyrkjaránsdagar í dag og á morgun

DSC 0127 (2)

Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum mun að venju í júlímánuði bjóða upp á dagskrá sem tengist Tyrkjaráninu 1627. Á þessu ári eru liðin 397 ár frá því að ræningjar frá Alsír komu hingað til Vestmannaeyja þar sem þeir rændu, rupluðu,  drápu 36 íbúa og tóku 242 manneskjur með sér á þrælamarkaði í Alsír. Þessir atburðir mörkuðu […]

ÍBV mætir botnliðinu í dag

Hemmi_hr

Þrettándu umferð Lengjudeildar karla lýkur í dag með tveimur leikjum. Í fyrri leik dagsins tekur ÍBV á móti Dalvík/Reyni. Liðin eru að berjast á sitthvorum enda töflunnar. Eyjamenn í þriðja sæti með 19 stig á meðan Dalvík/Reynir er á botninum með 8 stig. Leikurinn hefst klukkan 13.00 og kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV […]

Litið inn í Herjólfsdal með Halldóri B.

Halldór B. tók snúning um Eyjuna og myndaði meðal annars mannlífið í Herjólfsdal. Nóg er um að vera þar og undirbúningur fyrir Þjóðhátíð í fullum gangi. Mannvirkin eru mörg hver komin upp og verið er að mála regnbogabrúna. Myndbandið má sjá hér að neðan. Lagið undir myndbandinu er Sumarkvöld og er flutt af Grétari Örvarssyni. […]

Forsölu lýkur í kvöld

Nú eru aðeins tvær vikur í 150 ára stórafmæli Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum og verður öllu til tjaldað í tilefni þeirra tímamóta. Aðeins eru nokkrir klukkutímar til stefnu þar til að forsölu á þjóðhátíðarmiðum lýkur á miðnætti í kvöld. Hægt er að tryggja sér miða inn á dalurinn.is (meira…)

Þórhallur sendir frá sér fimmtu ljóðabókina

Ljóðabókin, Um yfirvegaðan ofsa eftir Þórhall Helga Barðason er fjölbreytt að að efnisvali, allt frá stuttum einlægum ástarljóðum og tileinkunum í langa absúrd prósa. Glens er ekki langt undan. Allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfi. Hér er velt upp stórum sem smáum spurningum um lífið og tilveruna. Bókin kom út í sumar en Þórhallur […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.