Hið fræga Húkkaraball verður á sínum stað á fimmtudeginum fyrir Þjóðhátíð og er miðsalan hafin og í fullum gangi.
Í ár verður ballið í portinu við Strandveg þann 1. ágúst frá 23:00 til 04:00. Dagskrá húkkaraballsins er ekki af verri endanum í ár en fram koma PBT, Issi, Gemil, SZK, Hugo og Nussun, Háski, Ingi Bauer og Big Sexy.
Miðinn kostar 4990 kr. og fer salan fram á tix.is.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst