Skora á Guðrúnu

Fram er komin opinber áskorun frá oddvitum og sveitarstjórnarfólki í Suðurkjördæmi sem skora á Guðrúnu Hafsteinsdóttur að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hér að neðan má sjá áskorunina. „Við, oddvitar og sveitarstjórnarfólk Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum í Suðurkjördæmi, hvetjum Guðrúnu Hafsteinsdóttur til að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Gauti Árnason, oddviti […]
Fréttapýramídinn – Gísli Valtýsson er Eyjamaður ársins 2024

„Gísli Valtýsson er Eyjamaður ársins 2024 að mati Eyjafrétta. Er lærður smiður og prentari og tók við rekstri Eyjaprents/Eyjasýnar árið 1982 sem hann stýrði í rúm 30 ár. Stærsta verkefnið var útgáfa Frétta og síðar Eyjafrétta sem í áratugi kom út einu sinni í viku. Það var þrekvirki og vinnutíminn oft langur en allt hafðist […]
Fleiri nýta sér frístundastyrki

Á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðasta mánuði fór Eyrún Haraldsdóttir verkefnastjóri æskulýðs- og tómstundamála yfir nýtingu frístundastyrkjarins fyrir árið 2024. Alls eru 946 börn á aldrinum 2 til 18 ára sem eiga rétt á frístundastyrk. Alls voru greiddir út 1034 frístundastyrkir árið 2024 sem skiptust niður á 706 einstaklinga eða 74,6% barna. Það voru […]
Sunnan illviðri framundan

Fjölmargar veður-viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir næstu daga og gildir það fyrir öll spásvæði. Hér að neðan gefur að líta viðvaranir næstu daga, en appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt landið á fimmtudaginn. Allt Ísland Sunnan illviðri (Gult ástand) 5 feb. kl. 10:00 – 6 feb. kl. 10:01 Sunnan 20-30 m/s (stormur, rok […]
ÍBV mætir botnliðinu í kvöld

Olísdeild karla fer aftur af stað í kvöld eftir langa jóla- og HM pásu. Heil umferð verður leikin í kvöld. Í Fjölnishöllinni taka heimamenn i Fjölni á móti ÍBV. Fjölnir er í botnsæti deildarinnar með 6 stig úr 14 leikjum á meðan Eyjamenn eru í sjötta sæti með 14 stig. Leikur Fjölnis og ÍBV hefst […]
Bókaárið 2024 í Pennanum Eymundssyni

Bókaárið 2024 var viðburðaríkt og nú hefur Penninn Eymundsson birt lista yfir vinsælustu bækurnar á árinu 2024, og má þar sjá verk sem spanna frá glæpasögum yfir í ævisögur. Það voru fimm bækur sem stóðu upp úr árið 2024 sem vinsælustu bækurnar, hver með sína sögu og stíl. Á toppnum trónaði Ferðalok eftir Arnald Indriðason […]
Legið í landi vegna brælu

Togararnir Vestmannaey VE og Bergur VE liggja báðir í höfn í Eyjum vegna veðurs. Vestmannaey kom til hafnar á föstudag eftir að hafa verið í rúman sólarhring að veiðum. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir í samtali við Síldarvinnsluvefinn að ekkert annað væri að gera en að taka því rólega, „Það er bölvuð ótíð og ég […]
Lilja lék í tveimur stórsigrum gegn Færeyingum

Lilja Kristín Svansdóttir lék í tveimur stórsigrum íslenska u16 ára landsliðsins gegn Færeyingum um helgina. Hún lék með fyrirliðabandið um tíma í seinni leiknum sem vannst 7:0. Frá þessu er greint á vefsíðu ÍBV-íþróttafélags. Fyrri leikurinn var á föstudaginn þar sem íslenska liðið sigraði 6:0 og sá seinni fór fram í dag og lauk með […]
Ekki siglt síðdegis

Því miður falla niður siglingar Herjólfs seinni partinn í dag vegna veðurs og sjólags. Ferð frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 og frá Þorlákshöfn kl. 19:45 fellur því niður segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þeir farþegar sem áttu bókað koma til með að fá símtal frá fulltrúum Herjólfs til þess að færa bókun sína. Jafnframt segir […]
Svava Tara hjá Sölku um það sem er framundan

Tískuvöruverslunin Salka er ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að tískunni. Við hjá Eyjafréttum fengum að skyggnast aðeins inn í hvað hefur verið vinsælt nú í vetur og hvað er framundan hjá þeim. Við ræddum við Svövu Töru eiganda Sölku. Svava Tara telur það ómissandi yfir vetrartímann að eiga góða kápu eða pels. ,,Hlý […]