Mannabreytingar í stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja var haldinn sl. þriðjudag. Mannabreytingar urðu á stjórn samtakanna og ákváðu þrír reynslumiklir stjórnarmenn að draga sig í hlé frá stjórnarsetu. Það eru þau Berglind Sigmarsdóttir, Íris Sif Hermannsdóttir og Páll Scheving Ingvarsson. Auk þeirra hætti Jóhann Ólafur Guðmundsson í stjórn eftir árs stjórnarsetu. Í stað þeirra komu í stjórnina þau Ólafur Jóhann Borgþórsson, […]
Alls bárust 3.985 umsagnir

Samantekt um tillögur, hugmyndir og sjónarmið sem bárust í verkefninu Verum hagsýn í rekstri ríkisins hefur verið birt í samráðsgátt. Alls bárust 3.985 umsagnir sem er metfjöldi og um 0,7% þjóðarinnar tók þátt í samráðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Langflestar umsagnir bárust frá einstaklingum en rúmlega 60 bárust frá félagasamtökum og fyrirtækjum. Þá […]
Huginn varð vélarvana í innsiglingunni – uppfært

Síðdegis í dag varð Huginn VE vélarvana í innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn. Bæði Lóðsinn og björgunarskipið Þór héldu til aðstoðar, en skipið var austan við Hörgaeyrargarð þegar það varð vélarvana. Uppfært kl. 17.05: Að sögn Sindra Viðarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar drapst á aðalvél skipsins þegar þeir voru að sigla inn innsiglinguna. Áhöfnin náði að kasta akkeri og […]
Samfélags-lögreglan fræðir um notkun samfélagsmiðla

Lögreglan í Eyjum stofnaði nýverið Instagram-síðu sem kallast samfélagslöggur í Eyjum. Markmið síðunnar er að leyfa fólki að fylgjast með og fræða þau um fjölbreytta þætti lögreglustarfsins. Samfélagslögreglan hefur verið á ferðinni undanfarið, frætt börn og ungmenni meðal annars um umferðaröryggi, samfélagslega ábyrgð og fleira. Nýjasta verkefni samfélagslögreglunnar snéri að því að ræða við krakka […]
Andlát: Sigríður Inga Sigurðardóttir

(meira…)
Áfram gular viðvaranir

Í dag er í gildi gul viðvörun á Suðurlandi, Breiðafirði, Faxaflóa, Vestfjörðum og á Miðhálendi. Á Suðurlandi er viðvörunin í gildi til klukkan 18.00 í dag. Næsta gula viðvörun tekur svo gildi samtímis á landinu öllu klukkan 17.00 á morgun, föstudag og gildir hún til klukkan 23.00 á sunnudagskvöld. Í viðvörunarorðum Veðurstofunnar fyrir þá viðvörun […]
„Mest af ýsu en annars algjör kokteill”

Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu bæði fullfermi í gær. Vestmannaey landaði í heimahöfn en Bergur landaði í Neskaupstað. Rætt var við skipstjóranna á fréttavef Síldarvinnslunnar í gær. Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, sagði að aflinn hefði verið afar blandaður. „Þetta var mjög blandaður afli að þessu sinni. Mest af ýsu en annars algjör […]
Eyjafréttir koma út í dag

Fullt blað af áhugaverðu efni: Fyrsta tölublað Eyjafrétta þetta árið kemur út í dag, fimmtudag og er að venju stútfullt af áhugaverðu efni. Má þar nefna val á Eyjamanni ársins sem fékk ásamt þremur öðrum Fréttapýramídann 2024. Ekki er síður áhugaverð úttekt á stórmerku starfi Ingibergs Óskarssonar, 1973 – Allir í bátana. Þá er athyglisverð […]
Kolaportsmarkaður í Höllinni

Helgina 8. og 9. febrúar verður haldinn svokallaður Kolaportsmarkaður í Höllinni, þar sem fólk getur komið og keypt bæði notaðar og nýjar vörur. Markaðurinn verður opinn frá klukkan 13:00 til 17:00 báða dagana, þannig hægt verður að koma og njóta þess að skoða varning og mannlífið ásamt því að fá sér einn kaffi í Höllinni. […]
Greinilega upprennandi ljóðskáld

Inda Marý Kristjánsdóttir nemandi í 10. bekk í Grunnskóla Vestmannaeyja, GRV vann til verðlauna í ljóðasamkeppni grunnskólanema, Ljóðaflóði, sem Miðstöð menntunar og skólaþjónustu stendur árlega fyrir í tilefni af degi íslenskrar tungu. „Við í GRV erum ákaflega stolt af Indu Marý og hlökkum til að sjá fleiri ljóð frá henni í framtíðnni, þess má geta […]