Látum helvítin blæða

Árið sem nú er að líða hefur á margan hátt verið gott og gjöfult fyrir okkur sem erum svo heppin að búa hér í Vestmannaeyjum. Uppbygging og ný tækifæri eru að líta dagsins ljós og er framtíðin spennandi. Að byggja upp gott samfélag er langhlaup og mikilvægt að halda áfram á þeirri braut sem við […]
Fermingadagurinn – spurt og svarað: Aþena Ýr

Í aðdraganda ferminganna höfum við rætt við nokkur fermingarbörn um undirbúninginn fyrir stóra daginn. Í dag kynnum við Aþenu Ýr Adólfsdóttur, sem deilir með okkur sínum hugmyndum og væntingum fyrir ferminguna. Nafn: Aþena Ýr Adólfsdóttir Fjölskylda: Foreldrar mínir eru Sara Björg Ágústsdóttir og Adólf Sigurjónsson og litla systir mín heitir Kamilla Ýr. Fermingardagur: 12.apríl Hver […]
Góð frammistaða fimleikafélagsins á bikarmóti

Fimleikafélagið Rán tók þátt í bikarmóti í hópfimleikum í Egilshöll síðustu helgi. Félagið sendi alls fjóra hópa til keppni – tvö lið í 3. flokki, auk liða í 2. og 1. flokki. Liðið í 2. flokki náði frábærum árangri og hafnaði í þriðja sæti í sínum flokki. Keppendur voru til fyrirmyndar á mótinu og sýndu […]
Lokaumferðin: ÍBV fær HK í heimsókn

Lokaumferð Olísdeildar karla verður leikin í kvöld. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.30. Í Eyjum taka heimamenn á móti HK. Eyjamenn í sjötta sæti með 21 stig en HK er í því áttunda með 16 stig. Ljóst er að Eyjaliðið lendir annað hvort í sjötta eða sjöunda sæti en Stjarnan er í sjöunda sæti með […]
Landað annan hvern dag

Vestmannaey VE og Bergur VE halda áfram að landa fullfermi annan hvern dag. Rætt er við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar og eru þeir spurðir út í veiðina. Birgir Þór Sverrisson á Vestmannaey lét vel af sér. „Við lönduðum fullfermi í Grindavík á laugardag og aftur fullfermi í Eyjum í gær. Í fyrri túrnum vorum við […]
Kynntu breytingu á lögum um veiðigjald

Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingu á lögum um veiðigjald hefur verið lagt fram í samráðsgátt. Frumvarpið er unnið í samvinnu við fjármálaráðuneytið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og frá atvinnuvegaráðuneytinu. Þar segir jafnframt að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé lögð áhersla á réttlát auðlindagjöld sem renna skuli að hluta til nærsamfélagsins. […]
Segja þungann róður framundan

Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar kl. 13 í dag og hyggst þar kynna hugmyndir að tvöföldun auðlindagjalds í sjávarútvegi. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi telja útfærslu gjaldtökunnar og áhrif hennar skaðlegri samfélaginu en flestar þær hugmyndir sem áður hafa komið fram. Auðlindagjaldtaka í sjávarútvegi hefur tekið allnokkrum breytingum frá því henni var fyrst komið á árið […]
Eitt af stærstu verkefnum Hafró

Þórunn Þórðardóttir HF 300, nýtt rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, kom til hafnar í Hafnarfirði í gær eftir það lauk sínum fyrsta leiðangri. Þórunn var hluti af verkefninu Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum. Þrjú önnur skip tóku þátt í verkefninu, togararnir Breki og Þórunn Sveinsdóttir og rannsóknaskipið Árni Friðriksson. Um borð í þessum fjórum skipum unnu 32 rannsóknamenn og […]
Skiptar skoðanir á þjálfun Heimis þrátt fyrir gott gengi

Þrátt fyrir að Heimi Hallgrímssyni hafi gengið nokkuð vel með Írska landsliðið frá því hann tók við, hefur hann sætt þó nokkurri gangrýni en einn háværasti gagnrýnandi hans er fyrrverandi landsliðsmaðurinn Eamon Dunphy, sem skrifar fyrir Irish Mirror. En strax eftir fyrstu tvo leiki Heimis síðasta haust kallaði Dunphy eftir brottrekstri og hefur síðan þá haldið áfram að gagnrýna hann harðlega […]
Vestmannaeyjar úr lofti

Í dag bjóðum við upp á útsýnisflug yfir Vestmannaeyjar á fallegum vetrardegi. Myndbandið er frá Halldóri B. Halldórssyni og er tekið í gær. (meira…)